Erlent

Mannskæður bruni í frönskum skíðabæ

Atli Ísleifsson skrifar
Um sextíu manns var gert að rýma húsið sem um ræðir og nálæg hús eftir að tilkynnt var um eldinn.
Um sextíu manns var gert að rýma húsið sem um ræðir og nálæg hús eftir að tilkynnt var um eldinn.
Tveir eru látnir og 22 slasaðir eftir að eldur kom upp í íbúðahúsi í franska skíðabænum Courchevel í frönsku Ölpunum.

Franskir fjölmiðlar greina frá því að ástand fjögurra þeirra sem slösuðust sé alvarlegt og voru þeir fluttir á sjúkrahús í þyrlu.

Tilkynnt var um eldinn snemma í morgun, en hann kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi þar sem starfsmenn á skíðasvæðinu búa.

Um sextíu manns var gert að rýma húsið sem um ræðir og nálæg hús eftir að tilkynnt var um eldinn, en íbúarnir eru margir hverjir erlendir farandverkamenn.

Ekki er ljóst að svo stöddu hvað olli því að eldurinn kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×