Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 19:00 Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45
Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21