Handbolti

Meiðsli Arons ekki einu slæmu fréttirnar fyrir Barcelona af HM: Frá í þrjár vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson lætur vaða á markið í leiknum sem hann meiddist í.
Aron Pálmarsson lætur vaða á markið í leiknum sem hann meiddist í. Getty/TF-Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er einn af þremur leikmönnum spænska stórliðsins Barcelona sem meiddust á heimsmeistaramótinu í handbolta og verða þeir allir frá í nokkurn tíma.  

Barcelona segir frá því á heimasíðu sinni í dag að Aron verði frá keppni í þrjár vikur vegna meiðsla í nára.

Aron var búinn að vera frábær með íslenska liðinu á heimsmeistaramótinu þegar hann meiddist í leik á móti Þýskalandiþ

Hinir leikmennirnir sem meiddust eru Cédric Sorhaindo, línumaður franska landsliðsins og Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins.







Aron meiddist í fyrsta leik Íslands í milliriðlinum og missti af tveimur síðustu leikjum liðsins á heimsmeistaramótinu.

Meiðsli Casper Mortensen eru alvarlegust en hann þarf að leggjast á skurðarborðið. Cédric Sorhaindo verður frá í sex vikur. Báðir meiddust þeir í riðlakeppni mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×