Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 08:34 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Norska lögreglan Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi norskum fjölmiðlum í morgun en í dag eru þrír mánuðir liðnir frá því að Anne-Elisabeth hvarf. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna þann 31. október síðastliðinn. Rannsókn lögreglu á hvar Anne-Elisabeth er niðurkomin hófst strax sama dag en yfirvöld eru litlu sem engu nær nú þremur mánuðum síðar um hvar hún er eða hvað kom fyrir nákvæmlega fyrir hana. Þannig er ekki vitað hvort að Anne-Elisabeth er í Noregi eða erlendis eða hvort hún er yfirhöfuð á lífi. Fyrst um sinn fór rannsóknin afar leynt og var til að mynda ekkert fjallað um málið í fjölmiðlum þar sem óttast var um öryggi Anne-Elisabeth.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaYfir 1300 vísbendingar á þremur vikum Það var svo þann 9. janúar síðastliðinn sem fjölmiðlar greindu frá málinu. Síðan þá hafa lögreglu borist um 1300 vísbendingar vegna hvarfsins en líkt og með hlutina úr vatninu vill hún lítið tjá sig um það í hverju þær vísbendingar hafa falist. Daginn eftir að greint var frá hvarfi Anne-Elisabeth í fjölmiðlum birti lögreglan myndbönd úr eftirlitsmyndavél í grennd við vinnustað Tom Hagen. Óskaði lögreglan eftir því að ná tali af tveimur mönnum sem sjást á upptökunum vegna rannsóknarinnar en þeir hafa ekki enn gefið sig fram. Að því er segir í frétt VG hefur lögreglan ekki svarað ítrekuðu fyrirspurnum blaðsins um það hvers vegna talið sé að mennirnir hafi ekki gefið sig fram eftir allan þennan tíma og mikla fjölmiðlaumfjöllun.Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, er einn ríkasti maður Noregs.Yfir milljarður króna í lausnargjald Í liðinni viku greindi lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth frá því að menn sem segjast hafa rænt konunni hafi sett sig í samband við fjölskylduna þann 16. janúar síðastliðinn. Skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. „Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisabeth í haldi í dag,“ er haft eftir lögmanninum. Ræningjarnir hafa krafist lausnargjalds, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. 24. janúar 2019 13:28