Ágætis sport Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:09 Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Menning Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið þriðjudagskvöld þegar rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tók við Íslensku bókmenntaverðlaunum á Bessastöðum fyrir skáldsögu sína 60 kíló af sólskini sagði hann: „Bókmenntir eru ekki íþróttagrein, en bókmenntaverðlaun eru hins vegar sport, alveg ágætis sport.“ Þarna komst rithöfundurinn hugmyndaríki vel að orði, eins og svo oft áður. Bókmenntaverðlaun eru vissulega ekki algildur mælikvarði á gæði verka. Nóbelsverðlaunin eru þar nærtækt dæmi. Lev Tolstoj hlaut ekki Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Þau voru fyrst veitt árið 1901 en Tolstoj, eitt stærsta nafnið í bókmenntasögu heims, lifði til ársins 1910. Henrik Ibsen hlaut heldur ekki verðlaunin og hvorki Virginia Woolf né James Joyce, svo örfá nöfn séu nefnd. Nokkrir höfundar, sem umheimurinn hefur steingleymt, hlutu þau hins vegar. Fæstir kunna til dæmis skil á fyrsta verðlaunahafanum í bókmenntum, Sully Prudhomme. Alltaf öðru hvoru skella fjölmiðlar sér í samkvæmisleikina: Hver átti skilið að fá Nóbelsverðlaun í bókmenntum en fékk þau ekki? og Hvaða Nóbelsverðlaunahafar í bókmenntum hefðu ekki átt að hreppa verðlaunin? Bókmenntaverðlaun verða alltaf umdeild og þar eru Íslensku bókmenntaverðlaunin ekki undanskilin. Þar hafa stundum verið teknar einkennilegar ákvarðanir, bæði þegar kemur að tilnefningum og verðlaunaveitingu. Við öðru er ekki að búast. Verðlaun og tilnefningar eru að stórum hluta lotterí en hitta samt merkilega oft í rétt mark. Ekki verður annað séð en að vel hafi tekist til þetta árið við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það hefði til dæmis verið stórundarlegt ef stórvirkið Flóra Íslands hefði ekki hreppt verðlaunin. Útgáfa slíks verks er mikilvæg á tímum eins og þessum þegar maðurinn er að upplifa skelfilegar afleiðingar skeytingarleysisins sem hann hefur sýnt umhverfinu. Það er á hans ábyrgð að dýrategundum og plöntum fækkar. Honum er hollt að horfast í augu við þá staðreynd sem Hörður Kristinsson, einn höfunda Flóru Íslands, orðaði svo vel á verðlaunaafhendingunni: „Við mættum hafa í huga að plöntur komast vel af án okkar en við gætum aldrei lifað án þeirra.“ Bókmenntaverðlaun vekja athygli á bókmenntum í heimi þar sem bókin á í harðri samkeppni við aðra miðla og stundum er eins og hún eigi þar litla möguleika. Um leið hefur hlutverk barna- og unglingabókahöfunda aldrei verið mikilvægara. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum þá er þeim bókum gert jafn hátt undir höfði og fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns efnis fyrir fullorðna. Þannig á það einmitt að vera. Verulega gleðilegt var að sjá Sigrúnu Eldjárn hljóta verðlaunin fyrir sína bestu bók til þessa, Silfurlykilinn. Í viðtali fyrir nokkrum árum sagði Sigrún að barnabókahöfundar byggju til lesendur sem síðar meir myndu lesa bækur fyrir fullorðna. Sjálf hefur hún sinnt því mikilvæga hlutverki að skapa ótal marga lesendur. Þjóðinni er óskað til hamingju með rithöfunda sína og góðar bækur þeirra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun