Burst hjá KR og Val en Keflavík heldur toppsætinu Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2019 20:49 KR-stúlkur fagna í kvöld. vísir/daníel KR gekk frá Snæfell í stórleik átjándu umferðar Dominos-deildar kvenna í kvöld en KR hafði betur, 90-54, í DHL-höllinni í kvöld. KR-liðið byrjaði af miklum krafti og voru tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þær stigu enn frekar á bensíngjöfina í öðrum leikhlutanum og leiddu 44-23 í hálfleik. Þá var björninn í raun unninn og formsatriði fyrir nýliðana að klára leikinn í síðari hálfleik gegn sterku liði Snæfells sem fann engan veginn taktinn í kvöld. Munurinn að endingu 36 stig. Kiana Johnson var stórkostleg í liði KR. Hún skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en KR er áfram í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur stigum á undan Val sem er komið í þriðja sætið. Kristen Denise McCarthy var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Snæfells. Hún gerði átján stig, tók þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Snæfell er í fjórða sætinu með 22 stig og er í harðri baráttu um úrslitakeppnissæti en Stjarnan eltir þær og er tveimur stigum frá þeim eftir tap í Borgarnesi í kvöld. Mesta spenna kvöldsins var í Hafnarfirði er topplið Keflavíkur vann nauman sigur á Haukum, 76-74, en mikil spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins. Að lokum höfðu gestirnir betur. Keflavík er áfram á toppnum með tveggja stiga forskot á nýliða KR en stigahæst í kvöld var Brittanny Dinkins en hún var var með myndarlega þrefalda tvennu; nítján stig, sautján fráköst og tíu stoðsendingar. Haukar eru í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar en Klaziena Guijt var stigahæst með tuttugu stig. LeLe Hardy bætti við átján stigum, átta fráköstum og sjö stoðsendingum. Valur burstaði Breiðablik í Origo-höllinni í kvöld en lokatölur urðu 47 stiga sigur Valsstúlkna, 111-64, en þær gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Þriðja leikhlutann unnu þær 33-5. Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 32 stig auk þess sem hún tók átta fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við nítján stigum og Helena Sverrisdóttir átján en Valur er komið í þriðja sætið. Breiðablik er á botninum með tvö stig en Ivory Crawford var stigahæst þeirra grænklæddu í kvöld. Hún gerði nítján stig og tók sex fráköst en Sanja Orazovic bætti við fjórtán stigum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
KR gekk frá Snæfell í stórleik átjándu umferðar Dominos-deildar kvenna í kvöld en KR hafði betur, 90-54, í DHL-höllinni í kvöld. KR-liðið byrjaði af miklum krafti og voru tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann. Þær stigu enn frekar á bensíngjöfina í öðrum leikhlutanum og leiddu 44-23 í hálfleik. Þá var björninn í raun unninn og formsatriði fyrir nýliðana að klára leikinn í síðari hálfleik gegn sterku liði Snæfells sem fann engan veginn taktinn í kvöld. Munurinn að endingu 36 stig. Kiana Johnson var stórkostleg í liði KR. Hún skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en KR er áfram í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur stigum á undan Val sem er komið í þriðja sætið. Kristen Denise McCarthy var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Snæfells. Hún gerði átján stig, tók þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Snæfell er í fjórða sætinu með 22 stig og er í harðri baráttu um úrslitakeppnissæti en Stjarnan eltir þær og er tveimur stigum frá þeim eftir tap í Borgarnesi í kvöld. Mesta spenna kvöldsins var í Hafnarfirði er topplið Keflavíkur vann nauman sigur á Haukum, 76-74, en mikil spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins. Að lokum höfðu gestirnir betur. Keflavík er áfram á toppnum með tveggja stiga forskot á nýliða KR en stigahæst í kvöld var Brittanny Dinkins en hún var var með myndarlega þrefalda tvennu; nítján stig, sautján fráköst og tíu stoðsendingar. Haukar eru í sjöunda og næst neðsta sæti deildarinnar en Klaziena Guijt var stigahæst með tuttugu stig. LeLe Hardy bætti við átján stigum, átta fráköstum og sjö stoðsendingum. Valur burstaði Breiðablik í Origo-höllinni í kvöld en lokatölur urðu 47 stiga sigur Valsstúlkna, 111-64, en þær gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Þriðja leikhlutann unnu þær 33-5. Heather Butler var stigahæst í liði Vals með 32 stig auk þess sem hún tók átta fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir bætti við nítján stigum og Helena Sverrisdóttir átján en Valur er komið í þriðja sætið. Breiðablik er á botninum með tvö stig en Ivory Crawford var stigahæst þeirra grænklæddu í kvöld. Hún gerði nítján stig og tók sex fráköst en Sanja Orazovic bætti við fjórtán stigum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira