Andlát belgísks manns sýnir fram á mikilvægi þess að kæla matinn hratt Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 18:42 Maðurinn eldaði sér spagettí með tómatsósu, sem dró hann til dauða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira