Innflutningsverslunin ræðir aðalatriði og aukaatriði Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður
Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun