Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. janúar 2019 17:30 Karen Leach ferðast um heiminn og segir sögu sína, öðrum til varnaðar. Vísir Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira