Hvað slær klukkan? Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:00 Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Stóra klukkumálið er svo spennandi því það kynnir ekki bara til leiks þá hugmynd að klukkan geti verið það sem við viljum að hún sé. Klukkuumræðan býður okkur jafnframt þá nýju heimsmynd að hægt sé að breyta því sem hingað til hefur verið greypt í stein. Þegar það er orðið matsatriði hvað klukkan er þá breytast líka væntingarnar um hvað má setja á óskalistann. Ef við fáum nýja klukku, þá myndi ég líka vilja nýja krónu. Og svo myndi ég biðja um annað veður á Íslandi. Að allar fjórar árstíðir væru á dagskrá á einu og sama árinu og jafnvel í réttri röð. Krafan yrði jafnræði milli árstíða. Á Íslandi höfum við dálítið verið að vinna með leikskipulagið haust-vetur-haust eða þegar illa árar, haust í haust. Haustið er eins og freki kallinn í umræðunni sem heldur alltaf að það sé komið að honum, þó hinir hafi ekkert fengið að tala. Öll vitum við að veðrið leikur þýðingarmikið hlutverk í alls konar samhengi, t.d. bara í mannlegum samskiptum. Rigningin hefur það hlutverk að sætta elskendur eins og bíómyndirnar kenna okkur. Í rigningu er misskilningi eytt. Flugvélin var ekki farin eftir allt saman og elskendurnir kyssast fyrir utan flugstöðina í hellidembu. Blaut (og alltaf illa klædd). Eins og ég var sár í sumar þegar haustið frekjaðist inn á okkur með óréttláta rigninguna er ég núna svífandi hamingjusöm með að veturinn stígur á sviðið, á réttum tíma, og af miklum elegans. Veturinn er bestur þegar hann losar sig við feimnina. Kaldur og snjóþungur er veturinn í sínum rétta ham. Loforðið um að á eftir vetri komi vor myndi gera meira fyrir mig en hvort klukkan slær 13 eða 14. Allt hefur sinn tíma.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun