Er svartsýnn á að viðræðurnar skili niðurstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. janúar 2019 11:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness er ekki bjartsýnn á að kjaraviðræðurnar nú komi til með að skila niðurstöðu. Annar fundur Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins, í þessari viku, var haldin nú fyrir hádegi. Samningsaðilar munu hittast þrisvar sinnum í þessari viku en á mánudag sögðu forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að staðan í viðræðunum yrði endurmetin í lok vikunnar með tilliti til hvað einhver árangur hefði náðst. Um mánuður er liðinn frá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur sagði fyrir fundinn í morgun hægan gang í viðræðum. „Þetta er voðalega rólegt finnst mér en auðvitað eru menn að ræða saman og á meðan það er, er sjálfsagt að halda áfram.“Hvað verður uppi á borðunum í dag? „Það er verið að fara yfir önnur mál en launaliðinn, sagði Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fyrir fundinn í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir en bera mikið á mikið á milli samningaðila í viðræðunum. „Það er alveg ljóst, eins og ég hef sagt áður, að það ber töluvert á milli ennþá og við verðum að vona að við náum einhverjum skrefum áfram því að það er alveg ljóst að við getum ekki staðið í þessum sporum mjög lengi það er alveg ljóst. Ertu Bjartsýnn? Nei veistu það ég er ekkert alltof bjartsýnn, ég ætla bara að vera heiðarlegur með það, ég ætla samt að vona það besta en gera ráð fyrir því versta,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Gert var ráð fyrir að fundinum í dag myndi ljúka nú í hádeginu en næstu fundur er áætlaður á föstudag og segist Vilhjálmur reikna með að þá mundi einhverjar línur vera farnar að skýrast hvað Samtök atvinnulífsins varðar. Hann ítrekar að aðkoma stjórnvalda skipti gríðarlegu máli í þessum viðræðum til að geta séð heildar myndina. Hægt sé að auka ráðstöfunartekjur fólks með margvíslegum kerfisbreytingum bæði með því að létta skattbyrði og draga úr kostnaði almennings í fjármálakerfinu.Þannig að þið eru ekki að horfa á beinar prósentu eða krónutölu launahækkanir? „Nei, það er alveg klárt mál að það er samspil þarna á milli. Við getum sett dæmið þannig upp að við erum að berjast núna fyrir því að lágmarkslaun verði hér 425.000.- krónur. Það myndi strax skipta máli ef að við værum að draga úr þessum gríðarlega kostnaði fjármálakerfisins sem að í mínum huga er bara þannig uppbyggt að það rekur ryksugubarkann ofan í launaumslag launafólks um hver einustu mánaðamót og sogar stóran hluta ráðstöfunartekna fólksins í burtu. Ef við náum að draga úr þessu þá skiptir að það sjálfsögðu máli,“ segir Vilhjálmur. Þú ert búinn að vera lengi í þessu. Heldur þú að þú sjáir fram á breytingar í þessum kjarasamningsviðræðum? „Ef núna, þá aldrei,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira