Venesúelamenn vilja vestræn vopn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Venesúelskur hermaður á kjörstað á síðasta ári. Vísir/AFP Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. Carlos Guillen Martinez og Josue Hidalgo Azuaje, liðhlaupar sem flúðu til Bandaríkjanna, greindu frá þessari ósk sinni í samtali við CNN í gær. Þeir kváðust vera í sambandi við hundruð liðhlaupa í heimalandinu sem vildu berjast gegn Maduro. Ólga hefur verið í Venesúela að undanförnu eftir að kjörtímabil Maduro rann út. Þingið, sem Maduro álítur valdalaust, álítur hann ekki lengur réttkjörinn leiðtoga og skipaði þingforsetann Juan Guaidó starfandi forseta. Maduro lét þó setja sig aftur inn í embætti og eru því í raun tveir forsetar í Suður-Ameríkuríkinu þessa dagana. Að minnsta kosti að nafninu til. Guaidó sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær að Venesúela væri orðið einræðisríki undir stjórn sósíalistans Maduro. „Skylda mín er að kalla eftir frjálsum og réttlátum kosningum vegna þess að hér búum við við algjöra valdníðslu. Við búum við einræði.“ Vaxandi óánægja hefur verið með Maduro í heimalandinu eftir að hagkerfi ríkisins hrundi algjörlega. Andstaðan hefur staðið fyrir fjöldamótmælum undanfarna daga. Þau hafa orðið blóðug en samkvæmt SÞ hafa að minnsta kosti fjörutíu fallið. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. Carlos Guillen Martinez og Josue Hidalgo Azuaje, liðhlaupar sem flúðu til Bandaríkjanna, greindu frá þessari ósk sinni í samtali við CNN í gær. Þeir kváðust vera í sambandi við hundruð liðhlaupa í heimalandinu sem vildu berjast gegn Maduro. Ólga hefur verið í Venesúela að undanförnu eftir að kjörtímabil Maduro rann út. Þingið, sem Maduro álítur valdalaust, álítur hann ekki lengur réttkjörinn leiðtoga og skipaði þingforsetann Juan Guaidó starfandi forseta. Maduro lét þó setja sig aftur inn í embætti og eru því í raun tveir forsetar í Suður-Ameríkuríkinu þessa dagana. Að minnsta kosti að nafninu til. Guaidó sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær að Venesúela væri orðið einræðisríki undir stjórn sósíalistans Maduro. „Skylda mín er að kalla eftir frjálsum og réttlátum kosningum vegna þess að hér búum við við algjöra valdníðslu. Við búum við einræði.“ Vaxandi óánægja hefur verið með Maduro í heimalandinu eftir að hagkerfi ríkisins hrundi algjörlega. Andstaðan hefur staðið fyrir fjöldamótmælum undanfarna daga. Þau hafa orðið blóðug en samkvæmt SÞ hafa að minnsta kosti fjörutíu fallið.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00