Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Hörður Ægisson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Helgi Rúnar Óskarsson Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00