Rán og rupl Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Fráfarandi ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó varði í vikunni ákvörðun sína um að veita fyrrverandi ráðherrum laun fyrir lífstíð. Tilskipunin sem undirrituð var af forsætisráðherra landsins, Bruno Tshibala, tryggir fyrrum ráðherrum einnig sporslur á borð við húsnæðisstyrki, flugmiða á fyrsta farrými og heilbrigðisþjónustu erlendis. Tilhögunin var harðlega gagnrýnd og meðal annars kölluð „tilraun til að tryggja um ómunatíð rán og rupl úr opinberum sjóðum“. Slíkt „rán og rupl“ á sér þó ekki aðeins stað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Ár er síðan Nígeríubúar stóðu á öndinni þegar í ljós kom að þingmenn í efri deild þingsins fengu 4,5 milljónir íslenskra króna greiddar mánaðarlega vegna „starfskostnaðar“ – til samanburðar má geta þess að meðal mánaðarlaun í Nígeríu eru 6.000 íslenskar krónur. Og í Kenía er alþekkt að þarlendir þingmenn ákveði sjálfir laun sín sem þeir skera sjaldnast við nögl. En þetta er Afríka. Í mörgum löndum Afríku er lýðræðið eins og óstýrilátur unglingur – mislyndur, ómótaður, hrjúfur á yfirborðinu með graftarkýli á kinnunum. Það hefur ekki öðlast sama þroska og lýðræðið okkar á Íslandi sem árin hafa slípað eins og myndhöggvari slípar stein uns hann er sléttur og felldur, fágaður, fullkominn. Er það ekki annars?Ráðgátan um óvinsældir Stjórnmálamenn njóta takmarkaðra vinsælda nú um stundir – svo takmarkaðra að forsætisráðherra skipaði starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þótt ráðamönnum sjálfum finnist ráðgátan um eigin óvinsældir svo dularfull að það þurfi heila nefnd til að leysa hana liggur ástæðan flestum í augum uppi. Þótt heilu höfin skilji Ísland frá Afríku erum við kannski ekki jafnlangt frá henni og við höldum: – Það var ekki fyrr en árið 2009 sem graftarkýlið, sem útblásin lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna voru, var sprengt. – Á kjördag árið 2016 samþykkti kjararáð 340 þúsund króna launahækkun þingmönnum til handa. Varð þingfararkaup við hækkunina 1,1 milljón króna. Laun forsætisráðherra og forseta hækkuðu á sama tíma um hálfa milljón á mánuði. Þrátt fyrir hávær mótmæli stendur úrskurður kjararáðs enn. – Til samanburðar má geta þess að lágmarkslaun á Íslandi eru 300.000 krónur. – Þegar upp komst að þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefði fengið 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar árið 2017 misbauð mörgum. Ásmundur hafði ekið 48.000 kílómetra á einu ári; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Ásmundur hefði ekki brotið siðareglur þingmanna. – Í síðustu viku birtist frétt í Fréttablaðinu um að laun nefndarmanna í starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur séu 25 þúsund krónur á tímann og miðist við „útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu“. Á fundi stjórnar OR nýverið lagði varamaður til að launin yrðu lækkuð í 10.000 krónur. Tillagan var felld þrátt fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR hefðu lýst yfir þeirri skoðun að ekki væri þörf á nefndinni. – Í vikunni bárust fréttir af launahækkunum stjórnar Íslandspósts ohf. Í stjórninni sitja m.a. varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra. Fyrir ári lagði stjórn Íslandspósts til að laun almennra stjórnarmanna hækkuðu úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur og laun formanns stjórnar úr 280 þúsund krónum á mánuði í 330 þúsund krónur. Hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Sjálftaka Hálft ár er síðan starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum skilaði skýrslu með niðurstöðum sínum. Það þarf ekki nefnd til að útskýra hvers vegna almenningur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er æfur út í stjórnmálastétt landsins. Það þarf heldur enga nefnd til að sjá að traust í garð íslenskra stjórnmálamanna mun aldrei aukast svo lengi sem fréttir halda áfram að berast af umbunum til ráðamanna sem líkjast óþægilega mikið sjálftöku valdhafa í spilltustu ríkjum í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó varði í vikunni ákvörðun sína um að veita fyrrverandi ráðherrum laun fyrir lífstíð. Tilskipunin sem undirrituð var af forsætisráðherra landsins, Bruno Tshibala, tryggir fyrrum ráðherrum einnig sporslur á borð við húsnæðisstyrki, flugmiða á fyrsta farrými og heilbrigðisþjónustu erlendis. Tilhögunin var harðlega gagnrýnd og meðal annars kölluð „tilraun til að tryggja um ómunatíð rán og rupl úr opinberum sjóðum“. Slíkt „rán og rupl“ á sér þó ekki aðeins stað í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Ár er síðan Nígeríubúar stóðu á öndinni þegar í ljós kom að þingmenn í efri deild þingsins fengu 4,5 milljónir íslenskra króna greiddar mánaðarlega vegna „starfskostnaðar“ – til samanburðar má geta þess að meðal mánaðarlaun í Nígeríu eru 6.000 íslenskar krónur. Og í Kenía er alþekkt að þarlendir þingmenn ákveði sjálfir laun sín sem þeir skera sjaldnast við nögl. En þetta er Afríka. Í mörgum löndum Afríku er lýðræðið eins og óstýrilátur unglingur – mislyndur, ómótaður, hrjúfur á yfirborðinu með graftarkýli á kinnunum. Það hefur ekki öðlast sama þroska og lýðræðið okkar á Íslandi sem árin hafa slípað eins og myndhöggvari slípar stein uns hann er sléttur og felldur, fágaður, fullkominn. Er það ekki annars?Ráðgátan um óvinsældir Stjórnmálamenn njóta takmarkaðra vinsælda nú um stundir – svo takmarkaðra að forsætisráðherra skipaði starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þótt ráðamönnum sjálfum finnist ráðgátan um eigin óvinsældir svo dularfull að það þurfi heila nefnd til að leysa hana liggur ástæðan flestum í augum uppi. Þótt heilu höfin skilji Ísland frá Afríku erum við kannski ekki jafnlangt frá henni og við höldum: – Það var ekki fyrr en árið 2009 sem graftarkýlið, sem útblásin lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna voru, var sprengt. – Á kjördag árið 2016 samþykkti kjararáð 340 þúsund króna launahækkun þingmönnum til handa. Varð þingfararkaup við hækkunina 1,1 milljón króna. Laun forsætisráðherra og forseta hækkuðu á sama tíma um hálfa milljón á mánuði. Þrátt fyrir hávær mótmæli stendur úrskurður kjararáðs enn. – Til samanburðar má geta þess að lágmarkslaun á Íslandi eru 300.000 krónur. – Þegar upp komst að þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefði fengið 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar árið 2017 misbauð mörgum. Ásmundur hafði ekið 48.000 kílómetra á einu ári; 130 kílómetra á dag að meðaltali sem kostuðu skattgreiðendur 335 þúsund krónur á mánuði. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Ásmundur hefði ekki brotið siðareglur þingmanna. – Í síðustu viku birtist frétt í Fréttablaðinu um að laun nefndarmanna í starfskjaranefnd Orkuveitu Reykjavíkur séu 25 þúsund krónur á tímann og miðist við „útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu“. Á fundi stjórnar OR nýverið lagði varamaður til að launin yrðu lækkuð í 10.000 krónur. Tillagan var felld þrátt fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR hefðu lýst yfir þeirri skoðun að ekki væri þörf á nefndinni. – Í vikunni bárust fréttir af launahækkunum stjórnar Íslandspósts ohf. Í stjórninni sitja m.a. varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra. Fyrir ári lagði stjórn Íslandspósts til að laun almennra stjórnarmanna hækkuðu úr 140 þúsund krónum á mánuði í 165 þúsund krónur og laun formanns stjórnar úr 280 þúsund krónum á mánuði í 330 þúsund krónur. Hálfu ári síðar fékk fyrirtækið 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkissjóði til að forðast gjaldþrot. Sjálftaka Hálft ár er síðan starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum skilaði skýrslu með niðurstöðum sínum. Það þarf ekki nefnd til að útskýra hvers vegna almenningur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er æfur út í stjórnmálastétt landsins. Það þarf heldur enga nefnd til að sjá að traust í garð íslenskra stjórnmálamanna mun aldrei aukast svo lengi sem fréttir halda áfram að berast af umbunum til ráðamanna sem líkjast óþægilega mikið sjálftöku valdhafa í spilltustu ríkjum í heimi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun