Fótbolti

Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala

Anton Ingi Leifsson skrifar
Argentínumaðurinn Emiliano Sala varð 28 ára gamall.
Argentínumaðurinn Emiliano Sala varð 28 ára gamall. Getty
Lögregla í Dorset í Bretlandi hefur staðfest að lík argentínska fótboltamannsins Emiliano Sala hafi verið um borð í flugvélinni sem fannst á hafsbotni í Ermarsundi fyrr í vikunni.

Greint frá því á mánudag að lík hafi fundist í vélinni sem hrapaði skammt frá Guernsey á leið sinni frá Frakklandi til Cardiff í Wales. Náðist það úr vélinni í gær. 

Sala var um borð í vélinni, sem var af gerðinni Piper Malibu N264DB, ásamt flugmanninum David Ibbotson, 59 ára.

Argentínumaðurinn var búinn að skrifa undir samning hjá Cardiff eftir fimmtán milljóna punda kaup franska félagsins Nantes á framherjanum tveimur dögum áður en vélin hrapaði.

David Ibbotson, 59 ára gamall flugmaður, flaug vélinni þegar að hún hrapaði 21. janúar en hún fannst eftir að hafrannsóknarfræðingurinn David Mearns fór fyrir leit sem kostuð var af einkaaðilum, þar á meðal stjörnum úr fótboltaheiminum.

Mikil sorg hefur ríkt í knattspyrnuheiminum undanfarna daga og vikur en ekki er vitað hvort að lík flugmannsins Ibbotson sé fundið.


Tengdar fréttir

Leitin að Sala og Ibbotson heldur áfram

Leit að Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson hefur verið hafin á nýjan leik, um tveimur vikum síðan flugvél með þá tvo innanborðs hvarf af ratsjám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×