Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:11 Boeing 737 Max 8 þota Icelandair. FBL/Sigtryggur Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51