Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 09:55 Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun. Vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Bergþór sneri aftur á þing í janúar síðastliðnum eftir tímabundið leyfi sem hann tók sér í kjölfar Klaustursmálsins. Hann tók þar með aftur við formennsku umhverfis- og samgöngunefndar, sem mætti töluverðri andstöðu nefndarmanna.Sjá einnig: Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Í tilkynningu Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins segir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi verið óstarfhæf um tíma, sem ætla má að hafi verið vegna endurkomu Bergþórs, en fundur nefndarinnar í morgun var sá fyrsti síðan 29. janúar. „Þingflokksformenn allra flokka hafa leitað leiða til að vinna úr stöðunni, án árangurs. Samkvæmt samkomulagi um nefndarformennsku minnihlutans kom þessi nefndarformennska í hlut Miðflokksins. Miðflokkurinn hefur ekki viljað skipta um sinn fulltrúa í nefndinni,“ segir í tilkynningu.Leita lausnar sem allir sætta sig við Bergþór hafi nú kosið að stíga til hliðar úr formannssætinu. Þá muni Jón Gunnarsson taka við formennsku í nefndinni tímabundið „á meðan reynt er að finna lausn í málinu sem allir geta sætt sig við“. Ari Trausti Guðmundsson tekur við sem 1. varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir verður 2. varaformaður. Ekki þyki þó tilefni til að fara eftir samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis þar sem um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. „Hluti af ábyrgð þeirra sem hafa meirihluta á Alþingi er að tryggja að störf þingsins geti gengið eðlilega fyrir sig. Því telja þingmenn stjórnarflokkanna eðlilegt að þetta sé lausnin á meðan samkomulag næst ekki um annað fyrirkomulag,“ segir í tilkynningu. „Það er öllum ljóst að um tímabundna lausn sé að ræða til að koma störfum nefndarinnar í rétt horf. Ef og þegar aðstæður breytast eru stjórnarflokkarnir reiðubúnir að endurskoða þessa stöðu og telja raunar mikilvægt að slíkt endurmat eigi sér stað fyrir þinglok. Þar sem hér er um tímabundna ráðstöfun að ræða líta stjórnarflokkarnir ekki svo á að taka þurfi upp allt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku í fastanefndum Alþingis að svo stöddu.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12