Minna einnota og meira fjölnota Lovísa Arnardóttir skrifar 7. febrúar 2019 12:30 Nú vorum við að hækka verð á einnota boxunum í 100 krónur og lækka á fjölnota boxum og verðum með þau á tilboði út febrúar. Vonandi skilar það árangri, segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS. Fréttablaðið/Ernir Félagsstofnun Stúdenta (FS) hefur unnið að því markvisst síðustu ár að minnka notkun einnota plasts í matsölu sinni, Hámu, í Háskóla Íslands. Sem leið að því markmiði hafa þau hafið sölu á fjölnota matarboxum og boðið upp á fjölnota drykkjarmál í stað plastmála auk þess sem þeim sem mæta með fjölnota matarbox eða mál til að kaupa sér kaffi eða mat býðst að borga lægra verð. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, segir í samtali við Fréttablaðið að þau hafi fyrst byrjað árið 2017 á því að kaupa fimm þúsund fjölnota plastmál með skilaboðum á ensku og íslensku þar sem biðlað var til fólks að skila glösum eftir notkun. „Þetta bar árangur því árið á undan höfðu farið um 78 þúsund einnota plastglös, eða um 6.500 á mánuði. En árið 2017, eftir að merktu glösin komu, notuðum við um 31 þúsund einnota glös, eða um 2.600 á mánuði. Á síðasta ári voru einnota glösin fjarlægð frá vatnsvélunum og eru ekki notuð nema í neyð,“ segir Rebekka. Hún segir að þau hafi tekið til þessa ráðs því í gegnum tíðina hafi horfið mikið magn af leirtaui og hnífapörum, bæði úr Hámu og af kaffistofum stúdenta, sem staðsettar eru víða á háskólasvæðinu. „Þetta brotnar afar sjaldan, postulínsmálin eru nánast óbrjótandi, og því er það ráðgáta hvað verður af þessu öllu því stór hluti skilar sér ekki til okkar eftir notkun. Sumt fer úr húsi og annað í ruslið. Því miður oft nokkurt magn. Við höfum frétt af Hámubollum uppi í hillum heima hjá fólki og til sölu á nytjamörkuðum. Oft sárvantar margt, sérstaklega hnífapör og bolla, og þá neyðumst við til að bjóða upp á plast og pappa,“ segir Rebekka.Helmingi færri einnota matarbox seld á einu ári Í fyrra hafi þau síðan tekið matarboxin í gegn. Árið 2017 voru seldir 57.026 heitir réttir í Hámu. Sama ár voru seld um 23 þúsund einnota matarbox. Það má því gera ráð fyrir að um 46 prósent allra heita rétta hafi verið seld í slíkum einnota boxum. Til að minnka það hófu þau í fyrra sölu á fjölnota matarboxum. Átakið skilaði sér vel því árið 2018 var seldur 64.581 heitur réttur og aðeins um 13.400 einnota box. Þá var hlutfallið sem fór út af heitum réttum í einnota boxum komið niður í 21 prósent. „Nú vorum við að hækka verð á einnota boxunum í 100 krónur og lækka á fjölnota boxum og verðum með þau á tilboði út febrúar. Vonandi skilar það árangri,“ segir Rebekka. Hún segir að næsta vígi þeirra sé kaffisala. „Stúdentar og starfsfólk HÍ er kaffiþyrst fólk en árlega hellum við upp á tæplega 300 þúsund bolla af kaffi. Þó að við séum sífellt að bæta við postulínsmálum velja enn of margir frekar pappamál og um 200 þúsund slík fara hjá okkur árlega. Þessari sóun viljum við útrýma,“ segir Rebekka. Hún segir að til að reyna að hvetja fólk til að nota fjölnota kaffi- og temál og vatnsflöskur látu þau framleiða slíkt fyrir sig og selji það með lítilli álagningu í Hámu, á kaffistofum stúdenta og í Bóksölu stúdenta. Einnig noti þau aðrar leiðir, eins og að gefa þeim afslátt sem koma með sín eigin fjölnota mál. Þann 1. febrúar hófu þau, sem dæmi, sölu á nýjum 20 bolla afsláttarkortum fyrir kaffi og te. Einungis þau sem koma með sín eigin fjölnota mál geta nýtt þau. Þegar keypt er almennt kaffikort fá stúdentar bollann á 150 krónur, en með græna kaffikortinu er verðið talsvert lægra, eða 115 krónur fyrir bollann. „Þetta er partur af umhverfisátaki okkar til að draga úr notkun á einnota og hvetja fólk til að koma með sitt eigið fjölnota. Hvað varðar kaffikortin, þá geturðu komið með þitt eigið mál og það getur verið að hámarki 400 millilítrar, sem er talsvert stærra en bollarnir, þannig að þú færð ekki bara kaffibollann ódýrari heldur færðu líka meira í bollann þinn. Þannig erum við að draga úr sóun á einnota umbúðum en líka að taka umhverfisvænt skref. Því þótt fólk sé að nota postulín þá er það rafmagn, sápa og vatn sem fer í að þrífa það,“ segir Rebekka. Hún segir að árangurinn þyki þeim merkilegur, en á sama tíma sé erfitt að hugsa út í sóunina sem á sér stað víða í samfélaginu. „Okkur finnst þetta mjög merkilegt. Þetta er rosalega stórt átak og þegar þú sérð þessar tölur þá eru þær skuggalegar því mannfjöldinn er svo mikill. Hér í þessu samfélagi starfa um tvö þúsund manns og stúdentar eru um tólf þúsund. Það er hægt að heimfæra þetta upp á önnur svæði og ímynda sér hversu mikil sóun er í gangi og hverju við erum að breyta,“ segir Rebekka að lokum. Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Við skólann eru skráðir 12.470 nemendur. Auk þeirra starfa við háskólann um tvö þúsund manns. Háma er staðsett á Háskólatorgi, í Stakkahlíð, Háskólabíói, Eirbergi og Árnagarði. Háma heimshorn er í Tæknigarði og Háma salatbar á Háskólatorgi. Kaffistofur stúdenta eru í Læknagarði, Odda og Öskju. Í Hámu og á kaffistofunum er fjölbreytt úrval af mat og drykk. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Félagsstofnun Stúdenta (FS) hefur unnið að því markvisst síðustu ár að minnka notkun einnota plasts í matsölu sinni, Hámu, í Háskóla Íslands. Sem leið að því markmiði hafa þau hafið sölu á fjölnota matarboxum og boðið upp á fjölnota drykkjarmál í stað plastmála auk þess sem þeim sem mæta með fjölnota matarbox eða mál til að kaupa sér kaffi eða mat býðst að borga lægra verð. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, segir í samtali við Fréttablaðið að þau hafi fyrst byrjað árið 2017 á því að kaupa fimm þúsund fjölnota plastmál með skilaboðum á ensku og íslensku þar sem biðlað var til fólks að skila glösum eftir notkun. „Þetta bar árangur því árið á undan höfðu farið um 78 þúsund einnota plastglös, eða um 6.500 á mánuði. En árið 2017, eftir að merktu glösin komu, notuðum við um 31 þúsund einnota glös, eða um 2.600 á mánuði. Á síðasta ári voru einnota glösin fjarlægð frá vatnsvélunum og eru ekki notuð nema í neyð,“ segir Rebekka. Hún segir að þau hafi tekið til þessa ráðs því í gegnum tíðina hafi horfið mikið magn af leirtaui og hnífapörum, bæði úr Hámu og af kaffistofum stúdenta, sem staðsettar eru víða á háskólasvæðinu. „Þetta brotnar afar sjaldan, postulínsmálin eru nánast óbrjótandi, og því er það ráðgáta hvað verður af þessu öllu því stór hluti skilar sér ekki til okkar eftir notkun. Sumt fer úr húsi og annað í ruslið. Því miður oft nokkurt magn. Við höfum frétt af Hámubollum uppi í hillum heima hjá fólki og til sölu á nytjamörkuðum. Oft sárvantar margt, sérstaklega hnífapör og bolla, og þá neyðumst við til að bjóða upp á plast og pappa,“ segir Rebekka.Helmingi færri einnota matarbox seld á einu ári Í fyrra hafi þau síðan tekið matarboxin í gegn. Árið 2017 voru seldir 57.026 heitir réttir í Hámu. Sama ár voru seld um 23 þúsund einnota matarbox. Það má því gera ráð fyrir að um 46 prósent allra heita rétta hafi verið seld í slíkum einnota boxum. Til að minnka það hófu þau í fyrra sölu á fjölnota matarboxum. Átakið skilaði sér vel því árið 2018 var seldur 64.581 heitur réttur og aðeins um 13.400 einnota box. Þá var hlutfallið sem fór út af heitum réttum í einnota boxum komið niður í 21 prósent. „Nú vorum við að hækka verð á einnota boxunum í 100 krónur og lækka á fjölnota boxum og verðum með þau á tilboði út febrúar. Vonandi skilar það árangri,“ segir Rebekka. Hún segir að næsta vígi þeirra sé kaffisala. „Stúdentar og starfsfólk HÍ er kaffiþyrst fólk en árlega hellum við upp á tæplega 300 þúsund bolla af kaffi. Þó að við séum sífellt að bæta við postulínsmálum velja enn of margir frekar pappamál og um 200 þúsund slík fara hjá okkur árlega. Þessari sóun viljum við útrýma,“ segir Rebekka. Hún segir að til að reyna að hvetja fólk til að nota fjölnota kaffi- og temál og vatnsflöskur látu þau framleiða slíkt fyrir sig og selji það með lítilli álagningu í Hámu, á kaffistofum stúdenta og í Bóksölu stúdenta. Einnig noti þau aðrar leiðir, eins og að gefa þeim afslátt sem koma með sín eigin fjölnota mál. Þann 1. febrúar hófu þau, sem dæmi, sölu á nýjum 20 bolla afsláttarkortum fyrir kaffi og te. Einungis þau sem koma með sín eigin fjölnota mál geta nýtt þau. Þegar keypt er almennt kaffikort fá stúdentar bollann á 150 krónur, en með græna kaffikortinu er verðið talsvert lægra, eða 115 krónur fyrir bollann. „Þetta er partur af umhverfisátaki okkar til að draga úr notkun á einnota og hvetja fólk til að koma með sitt eigið fjölnota. Hvað varðar kaffikortin, þá geturðu komið með þitt eigið mál og það getur verið að hámarki 400 millilítrar, sem er talsvert stærra en bollarnir, þannig að þú færð ekki bara kaffibollann ódýrari heldur færðu líka meira í bollann þinn. Þannig erum við að draga úr sóun á einnota umbúðum en líka að taka umhverfisvænt skref. Því þótt fólk sé að nota postulín þá er það rafmagn, sápa og vatn sem fer í að þrífa það,“ segir Rebekka. Hún segir að árangurinn þyki þeim merkilegur, en á sama tíma sé erfitt að hugsa út í sóunina sem á sér stað víða í samfélaginu. „Okkur finnst þetta mjög merkilegt. Þetta er rosalega stórt átak og þegar þú sérð þessar tölur þá eru þær skuggalegar því mannfjöldinn er svo mikill. Hér í þessu samfélagi starfa um tvö þúsund manns og stúdentar eru um tólf þúsund. Það er hægt að heimfæra þetta upp á önnur svæði og ímynda sér hversu mikil sóun er í gangi og hverju við erum að breyta,“ segir Rebekka að lokum. Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Við skólann eru skráðir 12.470 nemendur. Auk þeirra starfa við háskólann um tvö þúsund manns. Háma er staðsett á Háskólatorgi, í Stakkahlíð, Háskólabíói, Eirbergi og Árnagarði. Háma heimshorn er í Tæknigarði og Háma salatbar á Háskólatorgi. Kaffistofur stúdenta eru í Læknagarði, Odda og Öskju. Í Hámu og á kaffistofunum er fjölbreytt úrval af mat og drykk.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?