Makedónar færast nær NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Nikola Dimitrov og Jens Stoltenberg á sameiginlegum blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomulag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitunarvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveldið Norður-Makedónía. Ríki Atlantshafsbandalagsins eiga eftir að fullgilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjákvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Makedóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hugrekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratugalangrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks landsvæðis, það er að segja gríska héraðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu samhengi. Hið forna konungsríki Makedónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæðis hins er stór hluti grísks almennings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meirihluti Grikkja sé á móti samkomulaginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarandstöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkisins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórnvalda. Fá að öllum líkindum langþráða aðild að bæði NATO og ESB. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomulag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitunarvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveldið Norður-Makedónía. Ríki Atlantshafsbandalagsins eiga eftir að fullgilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjákvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Makedóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hugrekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratugalangrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks landsvæðis, það er að segja gríska héraðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu samhengi. Hið forna konungsríki Makedónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæðis hins er stór hluti grísks almennings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meirihluti Grikkja sé á móti samkomulaginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarandstöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkisins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórnvalda. Fá að öllum líkindum langþráða aðild að bæði NATO og ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira