Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 16:00 Bandarískir ráðamenn enduróma málflutning fjarhægriafla og hvítra þjóðernissinna í Evrópu um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda í nýrri þjóðaröryggisáætlun. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“