Loka landamærunum með gámum og olíubílum Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 22:52 Hraðbrautin milli kólumbísku borgarinnar Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. AP Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. Herinn hefur nú lokað landamærunum að Kólumbíu með því að koma gámum og olíubílum þar fyrir. Segja má að tveir forsetar séu nú starfandi í Venesúela – þeir Nicolas Maduro og Juan Guaidó. Maduro, sem gegnt hefur forsetaembættinu frá 2013, hefur fyrirskipað hernum að loka landamærunum milli kólumbísku borginni Cúcuta og venesúelsku borgarinnar Ureña. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að neyðaraðstoð berist inn í landið um brúna sem tengir borgirnar tvær. Stjórnarandstæðingar hugðust flytja birgðir inn í landið fyrr í dag, en stjórnarhermenn gripu þá til þess ráðs að loka landamærunum eftir fyrirskipan Maduro. Guaidó, sem íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt sem lögmætan bráðabirgðaforseta Venesúela, segir að líf 300 þúsund íbúa Venesúela sé í hættu, takist ekki að koma hjálpargögnum til landsins.EPAMatvæði og lyf Reuters greindi frá því í gær að bandarísk yfirvöld hafi ætlað sér að senda matvæli og lyf til Venesúela, en Maduro hefur ítrekað sakað þau um að aðgerðin sé einungis liður í því að komast yfir olíuauðlindir Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí á síðasta ári. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar og eftirlitsaðilar sögðu þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela og hefur hann sagt að markmið hans sé að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15