Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 08:44 Móðir frá Hondúras ræðir við landamæravörð eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó í Texas. AP/David J. Phillip Gríðarlega vinnu þyrfti til að sameina fjölskyldur sem Bandaríkjastjórn sundraði með aðskilnaðarstefnu sinni á suðurlandamærunum og börnin yrðu fyrir sálrænum skaða ef þau yrðu tekin af fósturfjölskyldum. Þetta er á meðal raka sem ríkisstjórn Trump forseta hefur lagt fram fyrir dómi gegn því að hún verði skikkuð til að koma þúsundum barna innflytjenda aftur í hendur foreldra sinna. Þúsundir barna voru tekin af foreldrum sínum á landamærunum þegar ríkisstjórn Donalds Trump tók upp nýja stefnu um að handtaka og ákæra alla þá sem komu ólöglega yfir þau í fyrra. Stefnan var svo óvinsæl að Trump gaf út tilskipun um að binda enda á hana í flýti síðasta sumar. Dómari í San Diego gerði alríkisstjórninni að skila börnunum sem hún væri með í haldi til foreldra sinna í júní í fyrra. Eftir að innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að mun fleiri börn hefðu verið tekin af foreldrunum sínum en áður hafði verið greint frá í skýrslu í síðasta mánuði kröfðu dómstólar ríkisstjórnina um greinargerð í málinu. Upphaflega sögðust stjórnvöld hafa tekið rúmlega 2.700 börn frá foreldrum sínum en ljóst er að þau eru þúsundum fleiri. Í áliti Jonathans White, sem stýrir tilraunum ráðuneytisins til þess að sameina fjölskyldur innflytjenda, kemur fram að jafnvel þó að hægt væri að koma börnunum aftur til foreldra sinna myndi það líklega skaða þau „tilfinningalega“ að taka þau af fósturforeldrunum sem þeim var komið fyrir hjá. Sagði White að ráðuneytið myndi setja í forgang að koma börnum sem það hefur í haldi til foreldra sinna, ekki þeim sem eru í fóstri, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Það myndi raska varanleika núverandi heimaumhverfis þeirra og gæti valdið börnunum áfalli,“ sagði White í greinargerðinni sem var skilað á föstudag.Sögð sláandi játning á viljaleysi ríkisstjórnarinnar Ráðuneytið segir að yfirgnæfandi meirihluti barnanna hafi farið til skyldmenna sinna í fóstur. Í meira en helmingi tilvika voru börnin send til annarra en foreldra sinna í fyrra. Jallyn Sualog, aðstoðarforstöðumaður flóttamannahjálpar ráðuneytisins, sagði í greinargerðinni að ríkisstjórnin hefði ekki lagalegar heimildir til að taka börn af fósturfjölskyldum og að það gæti verið „sundrandi og skaðlegt“ fyrir börnin. „Að sundra fjölskyldusambandi er ekki barnaverndaraðgerð sem mælt er með,“ sagði hún. Þá benti hún á hversu langan tíma það tæki fyrir ráðuneytið að fara yfir öll mál þess fram að dómsúrskurðinum um að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar. Þyrfti ráðuneytið að ráðast í það verk myndi það stefna rekstri þess í „verulega hættu“ nema að fjölgað yrði hratt og verulega í starfsliðinu. Borgararéttindabandalag Bandaríkjanna (ACLU) krefjast þess að börnum sem voru send í fóstur verði einnig skilað til foreldra sinna. Krafa þeirra verður tekin fyrir síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð ríkisstjórnar Trump eru sláandi viðurkenning á því að hún geti ekki haft uppi á þúsundum barna sem hún reif af foreldrum sínum á auðveldan hátt og að hún telji ekki tímans virði að hafa uppi á þeim,“ segir Lee Gelernt, lögmaður ACLU í málinu. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Gríðarlega vinnu þyrfti til að sameina fjölskyldur sem Bandaríkjastjórn sundraði með aðskilnaðarstefnu sinni á suðurlandamærunum og börnin yrðu fyrir sálrænum skaða ef þau yrðu tekin af fósturfjölskyldum. Þetta er á meðal raka sem ríkisstjórn Trump forseta hefur lagt fram fyrir dómi gegn því að hún verði skikkuð til að koma þúsundum barna innflytjenda aftur í hendur foreldra sinna. Þúsundir barna voru tekin af foreldrum sínum á landamærunum þegar ríkisstjórn Donalds Trump tók upp nýja stefnu um að handtaka og ákæra alla þá sem komu ólöglega yfir þau í fyrra. Stefnan var svo óvinsæl að Trump gaf út tilskipun um að binda enda á hana í flýti síðasta sumar. Dómari í San Diego gerði alríkisstjórninni að skila börnunum sem hún væri með í haldi til foreldra sinna í júní í fyrra. Eftir að innri endurskoðandi heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að mun fleiri börn hefðu verið tekin af foreldrunum sínum en áður hafði verið greint frá í skýrslu í síðasta mánuði kröfðu dómstólar ríkisstjórnina um greinargerð í málinu. Upphaflega sögðust stjórnvöld hafa tekið rúmlega 2.700 börn frá foreldrum sínum en ljóst er að þau eru þúsundum fleiri. Í áliti Jonathans White, sem stýrir tilraunum ráðuneytisins til þess að sameina fjölskyldur innflytjenda, kemur fram að jafnvel þó að hægt væri að koma börnunum aftur til foreldra sinna myndi það líklega skaða þau „tilfinningalega“ að taka þau af fósturforeldrunum sem þeim var komið fyrir hjá. Sagði White að ráðuneytið myndi setja í forgang að koma börnum sem það hefur í haldi til foreldra sinna, ekki þeim sem eru í fóstri, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Það myndi raska varanleika núverandi heimaumhverfis þeirra og gæti valdið börnunum áfalli,“ sagði White í greinargerðinni sem var skilað á föstudag.Sögð sláandi játning á viljaleysi ríkisstjórnarinnar Ráðuneytið segir að yfirgnæfandi meirihluti barnanna hafi farið til skyldmenna sinna í fóstur. Í meira en helmingi tilvika voru börnin send til annarra en foreldra sinna í fyrra. Jallyn Sualog, aðstoðarforstöðumaður flóttamannahjálpar ráðuneytisins, sagði í greinargerðinni að ríkisstjórnin hefði ekki lagalegar heimildir til að taka börn af fósturfjölskyldum og að það gæti verið „sundrandi og skaðlegt“ fyrir börnin. „Að sundra fjölskyldusambandi er ekki barnaverndaraðgerð sem mælt er með,“ sagði hún. Þá benti hún á hversu langan tíma það tæki fyrir ráðuneytið að fara yfir öll mál þess fram að dómsúrskurðinum um að fjölskyldurnar skyldu sameinaðar. Þyrfti ráðuneytið að ráðast í það verk myndi það stefna rekstri þess í „verulega hættu“ nema að fjölgað yrði hratt og verulega í starfsliðinu. Borgararéttindabandalag Bandaríkjanna (ACLU) krefjast þess að börnum sem voru send í fóstur verði einnig skilað til foreldra sinna. Krafa þeirra verður tekin fyrir síðar í þessum mánuði. „Viðbrögð ríkisstjórnar Trump eru sláandi viðurkenning á því að hún geti ekki haft uppi á þúsundum barna sem hún reif af foreldrum sínum á auðveldan hátt og að hún telji ekki tímans virði að hafa uppi á þeim,“ segir Lee Gelernt, lögmaður ACLU í málinu.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Bandaríkjastjórn skoðar nú nýjar útfærslur sem geri henni kleift að byrja aftur að skilja börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. 14. október 2018 08:00
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent