Milligjöld lækka – loksins Andrés Magnússon skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar