Íslenski boltinn

KR kláraði Fylki í fyrri hálfleik og er Reykjavíkurmeistari í 39. sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin skoraði í kvöld.
Björgvin skoraði í kvöld. vísir/bára
KR er sigurvegari í Reykjavíkurmóti karla í 39. sinn eftir að liðið vann 3-1 sigur á Fylki í úrslitaleiknum í kvöld.

Leikið var í Egilshöllinni og má segja að KR-ingar hafi afgreitt leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 eftir 38 mínútur.

Pablo Punyed skoraði fyrsta markið á nítjándu mínútu og átta mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Björgvin Stefánsson skoraði svo þriðja markið á 38. mínútu úr víti.

Þannig stóðu leikar þangað til eftir klukkutíma leik er Daði Ólafsson minnkaði muninn fyrir Fylki. Ástandið skánaði ekki fyrir Fylki er Ragnar Bragi Sveinsson fékk rautt spjald er stundarfjórðugur var eftir.

Nokkur hiti var í mannskapnum undir lok leiksins en lokatölur urðu að KR vann 3-1 sigur á Fylki og er Reykjavíkurmeistari í 39. sinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×