Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 22:00 Mynd birt með leyfi Karls Skírnissonar í tengslum við umfjöllunina. Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“ Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. Síðasta tilfellið sem vitað er um hér á landi var í janúar á þessu ári en líklega eru tilfellin fleiri en vitað er um. „Við vitum kannski ekki nema um brot af þeim, þetta gæti verið býsna algengt. Það sem við höfum verið að fá hér á Keldum það sem af er öldinni er svona næstum því eitt tilfelli á ári,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur við tilraunastöð HÍ að Keldum. Karl hefur skrifað ítarlegar og fróðlegar greinar um hringorma. Það eru þriðja stigs lirfur hringorma sem kemur fyrir að séu étnar lifandi en þær geta valdið miklum óþægindum. „Þeir lifa í maganum og setjast þar í slímhúðina og valda verkjum og hjá mörgum valda þeir svona uppsölutilfinningu,“ segir Karl. Þetta getur tekið marga daga oft alveg upp í viku áður en að ormarnir ganga upp í kok. „Menn ræskja sig kannski duglega og þá hrökkva þeir upp úr þeim, koma á tannburstann. Stundum koma þeir aftur á móti hina leiðina og enginn veit neitt.“ Einkum er tvennt til ráða til að koma í veg fyrir smit að sögn Karls. „Það þarf alls ekki að óttast það að borða fisk en hreinsa úr þeim hringorma, alla vega passa það að þeir séu ekki lifandi, eða þá að passa það að kjarnahitinn í fiskinum komist upp í 70 gráður eða svo þannig að próteinið í þessum fiskum eðlis sviptist þannig að þeir drepist.“
Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira