Innlent

Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið.
Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu.

Líkt og kunnugt er lýsti öll forsætisnefnd sig vanhæfa til að fjalla um Klaustursmálið þar sem allir nefndarmenn höfðu með einum eða öðrum hætti tjáð sig opinberlega um málið. Því voru þau Steinunn Þóra og Haraldur kjörin voru tímabundið sem 7. og 8. varaforseti til að fara með málið.

„Eins og í rauninni lá fyrir fyrir helgi þá er því vísað til siðanefndarinnar að fjalla um það hvort að málið heyri undir siðareglur alþingis,“ segir Steinunn Þóra. Aðspurð kveðst hún ekki geta sagt til um það hvenær niðurstaða siðanefndar muni liggi fyrir en þau Haraldur og Steinunn Þóra verða áfram varaþingforsetar, að minnsta kosti þar til þau hafa tekið aftur við svari siðanefndar þegar það liggur fyrir.


Tengdar fréttir

Funda á morgun vegna Klaustursmálsins

Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, munu funda á morgun vegna Klaustursmálsins en þau voru kjörin nýir varaforsetar Alþingis í liðinni til að fjalla um málið og hvaða farveg það mun fara í.

Tveimur af þremur skipt út í siðanefnd Alþingis

Þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, víkja sæti í siðanefnd Alþingis en nefndin fær Klaustursmálið svokallaða inn á borð til sín á næstunni.

Nýir vara­for­setar fá tvö mál tengd upp­tökunum á Klaustri inn á borð til sín

Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag voru sjálfkjörin sem nýir varaforsetar þingsins til að fjalla um Klaustursmálið og hvaða farveg það mun fara í, munu fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustur Bar inn á borð til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×