Telur sig nálgast sitt besta form Hjörvar Ólafsson skrifar 4. febrúar 2019 08:45 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Anton Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir tók þátt í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær. Hlaupið var skipað sterkum hlaupurum og hafnaði Aníta í þriðja sæti á eftir Bretanum Shelayna Oskan-Clarke sem varð hlutskörpust og tékkneska meistaranum Diana Mezulianikova sem varð í öðru sæti. Clarke er ríkjandi meistari í greininni í Bretlandi, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss á síðasta ári og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss árið áður. Hlaupið í gær var nokkuð hægt og Aníta hljóp á tímanum 2:04,88 mínútum. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún hefði ekki náð að hlaupa eftir þeirri taktík sem lagt var upp með fyrir hlaupið og hana hafi skort sjálfstraust til þess að gefa allt sem hún ætti í lokasprettinn. Aníta kveðst hins vegar finna töluverðan mun til hins betra frá því fyrir tveimur vikum og hún telur sig vera að nálgast sitt besta form. „Þetta hlaup var skref í rétta átt að mínu mati og mér leið miklu betur í þessu hlaupi en þegar ég hljóp mitt fyrsta hlaup á árinu fyrir tveimur vikum. Mér leið svona eins og við værum að hlaupa frekar hægt og það var rétt metið. Ég þarf að æfa það betur að láta taktíkina mína ganga fullkomlega upp. Það er að finna rétta tímapunktinn til þess að komast fram úr fremstu hlaupurum án þess að eyða allri orkunni. Það gekk ekki upp í þessu hlaupi og ég þarf að einblína á að æfa mig betur í þessu atriði á næstu vikum,“ segir Aníta um frammistöðu sína. „Það vantaði líka aðeins upp á sjálfstraustið. Ég hætti við að gefa allt sem ég ætti í lokasprettinn og dró úr mér tennurnar. Ég þarf að einblína á andlega þáttinn samhliða þeim líkamlega og tæknilegum atriðum hvað hlaupin varðar á næstunni. Það er mikilvægt að vinna í sjálfstraustinu, ég hef fulla trú á mér og þarf bara að sýna það í verki í næstum mótum. Ég er að nálgast það að komast í mitt besta líkamlega form hlaupalega séð og ég er viss um að ég mun toppa á réttum tíma,“ segir ÍR-ingurinn um stöðu mála hjá sér. Aníta sem bjó í Hollandi um skeið flutti heim til Íslands síðasta haust. Hún segir því fylgja kosti og galla að færa sig um set frá Hollandi til Íslands. Aníta endurnýjaði kynnin við sinn gamla þjálfara Gunnar Pál Jóakimsson eftir að hún flutti heim. Þá segir hún aðstöðuna til þess að æfa frjálsar íþróttir hafa batnað til mikilla muna með tilkomu frjálsíþróttasalarins í Laugardalshöllinni. „Gunnar Páll hefur verið viðloðandi þjálfun mína frá því að ég var 12 ára gömul. Hann var aðalþjálfari minn um tíma og kom svo að þjálfuninni áfram eftir að ég flutti út. Ég bý að þeim nýju hlutum sem ég lærði í Hollandi og Gunnar Páll kemur svo til með að betrumbæta það í framhaldinu. Ég hef mikla trú á okkar samstarfi og það hefur gengið vel eftir að ég flutti heim aftur. Það er frábært að vera komin með höll til þess að æfa í hér heima og aðstæður eru bara fínar hér heima,“ segir hún um síðustu mánuði. „Næst á dagskrá er Norðurlandamótið sem fer fram um næstu helgi. Norðurlöndin hafa á að skipa mjög sterkum hlaupurum þessa stundina og það verður gaman að etja kappi við þær. Þar ætla ég að halda áfram að skerpa á forminu og vinna áfram í að betrumbæta taktíkina hjá mér. Þar á eftir er svo Evrópumeistaramótið í byrjun mars. Þar stefni ég á að vera í mínu besta formi,“ segir hlaupakonan öfluga um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir tók þátt í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær. Hlaupið var skipað sterkum hlaupurum og hafnaði Aníta í þriðja sæti á eftir Bretanum Shelayna Oskan-Clarke sem varð hlutskörpust og tékkneska meistaranum Diana Mezulianikova sem varð í öðru sæti. Clarke er ríkjandi meistari í greininni í Bretlandi, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss á síðasta ári og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss árið áður. Hlaupið í gær var nokkuð hægt og Aníta hljóp á tímanum 2:04,88 mínútum. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún hefði ekki náð að hlaupa eftir þeirri taktík sem lagt var upp með fyrir hlaupið og hana hafi skort sjálfstraust til þess að gefa allt sem hún ætti í lokasprettinn. Aníta kveðst hins vegar finna töluverðan mun til hins betra frá því fyrir tveimur vikum og hún telur sig vera að nálgast sitt besta form. „Þetta hlaup var skref í rétta átt að mínu mati og mér leið miklu betur í þessu hlaupi en þegar ég hljóp mitt fyrsta hlaup á árinu fyrir tveimur vikum. Mér leið svona eins og við værum að hlaupa frekar hægt og það var rétt metið. Ég þarf að æfa það betur að láta taktíkina mína ganga fullkomlega upp. Það er að finna rétta tímapunktinn til þess að komast fram úr fremstu hlaupurum án þess að eyða allri orkunni. Það gekk ekki upp í þessu hlaupi og ég þarf að einblína á að æfa mig betur í þessu atriði á næstu vikum,“ segir Aníta um frammistöðu sína. „Það vantaði líka aðeins upp á sjálfstraustið. Ég hætti við að gefa allt sem ég ætti í lokasprettinn og dró úr mér tennurnar. Ég þarf að einblína á andlega þáttinn samhliða þeim líkamlega og tæknilegum atriðum hvað hlaupin varðar á næstunni. Það er mikilvægt að vinna í sjálfstraustinu, ég hef fulla trú á mér og þarf bara að sýna það í verki í næstum mótum. Ég er að nálgast það að komast í mitt besta líkamlega form hlaupalega séð og ég er viss um að ég mun toppa á réttum tíma,“ segir ÍR-ingurinn um stöðu mála hjá sér. Aníta sem bjó í Hollandi um skeið flutti heim til Íslands síðasta haust. Hún segir því fylgja kosti og galla að færa sig um set frá Hollandi til Íslands. Aníta endurnýjaði kynnin við sinn gamla þjálfara Gunnar Pál Jóakimsson eftir að hún flutti heim. Þá segir hún aðstöðuna til þess að æfa frjálsar íþróttir hafa batnað til mikilla muna með tilkomu frjálsíþróttasalarins í Laugardalshöllinni. „Gunnar Páll hefur verið viðloðandi þjálfun mína frá því að ég var 12 ára gömul. Hann var aðalþjálfari minn um tíma og kom svo að þjálfuninni áfram eftir að ég flutti út. Ég bý að þeim nýju hlutum sem ég lærði í Hollandi og Gunnar Páll kemur svo til með að betrumbæta það í framhaldinu. Ég hef mikla trú á okkar samstarfi og það hefur gengið vel eftir að ég flutti heim aftur. Það er frábært að vera komin með höll til þess að æfa í hér heima og aðstæður eru bara fínar hér heima,“ segir hún um síðustu mánuði. „Næst á dagskrá er Norðurlandamótið sem fer fram um næstu helgi. Norðurlöndin hafa á að skipa mjög sterkum hlaupurum þessa stundina og það verður gaman að etja kappi við þær. Þar ætla ég að halda áfram að skerpa á forminu og vinna áfram í að betrumbæta taktíkina hjá mér. Þar á eftir er svo Evrópumeistaramótið í byrjun mars. Þar stefni ég á að vera í mínu besta formi,“ segir hlaupakonan öfluga um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira