Í leikhúsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun