Í leikhúsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun