Innlent

Erlent og innlent kjöt þarf að hafa sömu gæði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigurður Ingi sem var nýlega gestur í vöfflukaffi í húsi Framsóknarflokksins á Selfossi.
Sigurður Ingi sem var nýlega gestur í vöfflukaffi í húsi Framsóknarflokksins á Selfossi. Magnús Hlynur
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og ráðherra leggur mikla áherslu á að það kjöt sem flutt er inn til landsins sé af sömu gæðum og íslenskt kjöt, það sé jöfn samkeppni fyrir íslenska bændur.

Sigurður Ingi var nýlega gestur í vöfflukaffi hjá Framsókn og óháðum í Árborg þar sem hann fór yfir ýmis mál á sviði stjórnmálanna. Hann var spurður sérstaklega um innflutning á hráu kjöti til landsins, hvað honum fyndist um það?

„Mín skoðun er sú og hefur verið mjög lengi að þótt við séum búin að gera einhverja samninga um heimildir til þessa flytja eitthvert kjöt á einhverjum tollum inn í landið þá eigum við fyrst og fremst að flytja inn vöru, sem er af sömu gæðum og varan sem er á Íslandi. Það er þá jöfn samkeppni fyrir innlenda framleiðendur en hún er fyrst og fremst vörn fyrir neytendur."

Íslenskt svínakjöt.Magnús Hlynur
Sigurður Ingi segir málið fyrst og fremst snúa að neytendum, lýðheilsu og öryggi fram í tímann.

„Ef að við skiljum þetta ekki árið 2019 þá munu menn hrista hausinn árið 2040 eða 2050 og spyrja sig af hverju gripu menn ekki í taumana. Af hverju skiptir það orðið máli 2019 að það verði meira mál að flytja inn ófrosið kjöt heldur en að koma í veg fyrir það að sýklalyfjaónæmi myndi breiðast út á Íslandi, hverjum datt það í hug 2018 eða 2019 munu menn hugsa 2050“, segir Sigurður Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×