Ekki útlit fyrir að grípa þurfi til aðgerða vegna mikillar notkunar á heitu vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 14:45 Upplýsingafulltrúi Veitna brýnir fyrir fólki að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir. Vísir/Getty Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna. Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Kuldatíðin á Höfuðborgarsvæðinu hefur gert það að verkum að síðustu daga hefur hvert metið á fætur öðru verið slegið á notkun á heitu vatni. Kuldakastið náði hámarki í nótt og morgun en gert er ráð fyrir að það fari að draga úr frostinu á morgun. Ólöf Snæhólm er upplýsingafulltrúi Veitna. „Við slógum nýtt met í sólarhringsrennsli sem var ríflega sextán þúsund rúmmetrar á klukkustund yfir sólarhring og síðan slógum við einnig met í rennsli á klukkustund í morgun og það voru sextán þúsund og átta hundruð rúmmetrar sem íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu voru að nýta,“ segir Ólöf. Fyrir helgi kom fram að mögulega þyrfti að grípa til þeirra aðgerða að draga úr heitu vatni til stórnotenda eins og sundlauga og þá gæti þeim verið lokað. Það liggur hins vegar ekki fyrir núna. „Það er ekki útlit fyrir það í vikunni eins og staðan er núna en við eigum eftir að sjá hægan vöxt í notkun fram eftir degi og fram að kvöldi en eftir það fer að hlýna,“ segir Ólöf. Ólöf segir að frá árinu 2017 hafi hvert metið á fætur öðru verið slegið í notkun á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið umfram spár. „Veitur hafa verið að flýta framkvæmdum þegar við sáum í hvað stefndi og þær framkvæmdir eru ekki tilbúnar, ég er að tala kannski helst um stækkun á varmastöðinni við Hellisheiðarvirkjun sem verður tilbúin í haust.“ Ólöf Snæhólm segir mikilvægt að fara vel með heita vatnið eins og aðrar náttúruauðlindir en hægt er að nálgast sparnaðarráð á vef veitna.
Borgarstjórn Veður Tengdar fréttir Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30 Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47 Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2. febrúar 2019 11:30
Met í heitavatnsnotkun í höfuðborginni Enn sem komið er hefur þó ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda. 2. febrúar 2019 11:47
Janúar blés heitu og köldu Hiti var vel yfir meðallagi í fyrri hluta janúar en verulega kólnaði eftir því sem leið á mánuðinn, sérstaklega síðustu dagana. 2. febrúar 2019 13:18