Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 11:01 Hannes og Kristófer á góðri stundu. vísir/vilhelm Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira
Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00