Minnkuðu matarsóun um fimmtíu kíló á dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. febrúar 2019 06:30 Börnin í Lundarskóla tóku málin í eigin hendur á dögunum og hentu nánast engum mat í heila viku. Fréttablaðið/Pjetur Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Nemendur Lundarskóla á Akureyri minnkuðu matarsóun sína um nærri fimmtíu kíló á dag með fræðslu kennara og starfsfólks. Var þetta liður í því að fræða börnin um matvæli í upphafi árs. Í janúar hófst þemaverkefni í Lundarskóla um matvæli og umhverfismál. Ljóst er að Vesturlandabúar henda gríðarlega miklu magni af mat á degi hverjum og ef hægt er að sporna við því og nýta matinn betur er hægt að draga úr of mikilli neyslu og þar með of miklum þungaflutningum í heiminum. „Við vorum í rauninni að skoða matinn okkar í víðum skilningi. Hvernig hann kemur á diskinn til okkar og hvaðan hann í rauninni kemur og þá hvert vistspor mismunandi matvæla er. Matarsóun var svo einn liður í því hvernig við förum með þessi verðmæti. Síðan reyndum við að ræða þetta við börnin út frá því á hvaða aldri þau eru,“ segir Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri Lundarskóla. „Síðan ákváðum við að fara í smávegis leik með börnunum. Í samstarfi við starfsfólk mötuneytis þá mældu starfsmenn hversu mikil matarsóun var hjá hverjum árgangi fyrir sig. Það er skemmst frá því að segja að matarsóunin varð í rauninni engin hjá börnunum sem er frábært,“ segir Elías Gunnar. Losun gróðurhúsalofttegunda og hlýnun jarðar er líkast til það sem þessum hópi fólks, grunnskólanemum landsins, stafar hvað mest ógn af í framtíðinni þegar þau verða á fullorðinsaldri. Breytt hugsun um verðmæti er einn liður í því að stemma stigu við hlýnun jarðar. „Áður hafði sú hugsun verið algeng að þau væru nú búin að borga fyrir matinn og því skipti ekki máli þó þau hentu honum í ruslið. Nú hins vegar höfðu þau frekar hugsað um þetta sem ákveðin verðmæti sem ekki ættu að fara til spillis. Við erum nokkuð ánægð með þessa tilraun okkar og gaman að sjá börnin taka svona vel við fræðslunni,“ bætir skólastjórinn við
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira