Löngu tímabært að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir kynnti frumvarp um stuðning við rekstur einkarekinna fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15