Erlent

Hakakrossinn málaður á grafir gyðinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skemmdarverkin voru framin í skjóli nætur.
Skemmdarverkin voru framin í skjóli nætur. AP/Jean-Francois Badias
Skemmdarverk voru unnin í grafreit gyðinga í franska bænum Quatzenheim í austurhluta Frakklands í nótt. Hakakrossinn, tákn þýskra nasista í tíð Adolfs Hitlers, var málaður á grafsteina í grafreitnum.

Skemmdarverkin voru unnin í aðdraganda mótmæla sem haldin verða í Frakklandi í dag þar sem mótmæla á aukningu á árásum á gyðinga þar í landi.

Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, fullyrti á dögunum að gyðingahatur dreifði sér nú „eins og eitur“ þar í landi. Brotum sem tengjast andúð á gyðingum hefur farið fjölgandi í Frakklandi. Hakakrossar voru meðal annars krotaðir á myndir af eftirlifanda helfararinnar í miðborg Parísar fyrr í mánuðinum.

Frakkland er heimili þriðja fjölmennasta samfélags gyðinga í heiminum, fyrir utan Bandaríkin og Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×