Jón eða séra Jóna Haukur Örn Birgisson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 „Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Jafnréttismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar