Veltir fyrir sér hvort hann þurfi að óttast um eigið öryggi eftir að hafa leikið Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 13:27 Alec Baldwin leikur Donald Trump í SNL Getty/Rosalind O'Connor Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019 Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45