Umsvif RÚV stóra vandamálið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:00 Stjórnarformenn Torgs og Árvakurs vilja leyfa áfengisauglýsingar í fjölmiðum á Íslandi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Sjá meira
Vöxtur RÚV, áfengisauglýsingar og afnám virðisaukaskatts af áskriftum eru á meðal þess sem stjórnarformenn Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, og Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nefna þegar inntir eftir afstöðu til fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Frumvarpinu er ætlað að styrkja einkarekna miðla um 300 til 400 milljónir króna á ári með því að endurgreiða hátt í 25 prósent ritstjórnarkostnaðar. Þó þannig að hver miðill fái að hámarki 50 milljónir á ári. „Við leggjum til að það sé ekki verið að leggja frekari álögur á ríkissjóð heldur einfaldlega finna þeim peningum sem þegar eru teknir af fólki í landinu fyrir fjölmiðlarekstur annan farveg, til einkamiðlanna,“ segir Einar Þór Sverrisson, stjórnarformaður Torgs. Félagið leggur til að einum milljarði, af þeim 4,7 milljörðum sem áætlaðir eru á fjárlögum til RÚV, verði endurúthlutað til einkamiðlanna og gerð sparnaðarkrafa á RÚV á móti. Hann segir tillögu Torgs raunhæfa og félagslega ábyrga. Með henni væri fjármagni veitt í einkarekna miðla en á sama tíma „stigið á bremsuna varðandi stjórnlausan vöxt RÚV án þess að leggja til að RÚV verði lagt niður“. Þá segist Einar frekar á því að efla eigi kjarnastarfsemi RÚV. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, nefnir Ríkisútvarpið einnig. „Við viljum takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði við tiltekna fjárhæð. Þeir eru mjög fyrirferðarmiklir og gera einkareknum fjölmiðlum erfitt fyrir. Það mætti til dæmis loka Rás 2, hætta að skrifa á vefinn og mætti leyfa Ríkisútvarpinu að afla milljarðs í auglýsingar en ekki á þriðja milljarð.“ Einar vill að stjórnvöld íhugi tillögur Torgs alvarlega. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að staðan á þessum fjölmiðlamarkaði er sú að það er ekki sjálfsagt að hér sé haldið úti einkareknum miðlum.“ Þá gagnrýnir hann að sérstaklega sé kveðið á um að fjölmiðlar í höfuðborginni þurfi að hafa þrjá starfsmenn til þess að fá stuðning frá ríkinu þegar sett er fram krafa um fjölbreytt efnistök og sjálfstæða heimildaöflun. Þröskuldurinn sé of lágur. Árvakur er ekki hrifinn af þaki á endurgreiðslum, að sögn Sigurbjörns. Hann segist frekar vilja að endurgreiðslan væri bundin við prósentu. „Við viljum að það sé farin leið sem er farin á Norðurlöndum, í gegnum skattkerfið. Við nefnum sex atriði í lokin á umsögn okkar. Það er afnám eða endurgreiðsla virðisaukaskatts á áskriftum prentmiðla, tryggingargjald hjá starfsfólki fjölmiðla afnumið, umsvif Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmörkuð, áfengisauglýsingar leyfðar, rekstrarkostnaður endurgreiddur og skilyrði fyrir endurgreiðslu verði sem víðtækust,“ segir Sigurbjörn. Hann tekur fram að áfengisauglýsingar tíðkist til að mynda í Svíþjóð. Þar hafi það verið gert, þó með ákveðnum takmörkunum. „Auðvitað myndi þetta verða drjúgur póstur fyrir fjölmiðla af því þetta gera flestir erlendir fjölmiðlar sem við erum í óbeinni samkeppni við.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Sjá meira