Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 18. febrúar 2019 06:15 Pálmi Haraldsson. kim nielsen Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fjárfestir og fyrrverandi eigandi Fons, er orðinn stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair Group með rúmlega eins prósents eignarhlut. Þrjú félög í eigu Pálma, sem var áður aðaleigandi flugfélagsins Iceland Express, áttu samanlagt um 51,3 milljónir hluta, jafnvirði um 423 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa Icelandair, í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eignarhlutur Pálma í Icelandair er meðal annars í gegnum eignarhaldsfélögin Sólvöll og Ferðaskrifstofu Íslands en það fyrirtæki rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Pálmi var á sínum tíma stór hluthafi í Icelandair og sat í stjórn flugfélagsins á árunum 2003 og 2004. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Útsýnar, bjóða sig fram til stjórnar á aðalfundi flugfélagsins sem fer fram 8. mars næstkomandi og nýtur stuðnings Pálma. Þórunn starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem stöðvarstjóri í Kaupmannahöfn og hótelstjóri Hótels Loftleiða. Ljóst er að breytingar verða á stjórn Icelandair en af sitjandi stjórnarmönnum félagsins hefur Ásthildur Margrét Otharsdóttir, sem hefur verið stjórnarmaður frá árinu 2012, ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn. Stærsti hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verslunarmanna með um 14 prósenta hlut en samanlagt eiga íslensku lífeyrissjóðirnir meira en helmingshlut í félaginu. Innlendir einkafjárfestar hafa hins vegar löngum verið hverfandi í hluthafahópi Icelandair. Á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins er þar núna aðeins að finna fjárfestingafélagið Væntingu, sem er í eigu Bláa lónsins, með eins prósents hlut og þá eiga félög í eigu Pálma sem fyrr segir samtals um 1,03 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Traðarhyrna, sem er meðal annars í eigu Samherja og viðskiptafélaganna Finns Reyrs Stefánssonar og Tómasar Kristjánssonar, átti um skeið nærri tveggja prósenta hlut í Icelandair í gegnum safnreikning hjá Kviku banka en óljóst er hversu stór hlutur félagsins er í dag. Rekstur Icelandair Group gekk erfiðlega á síðasta ári og nam tap félagsins 55,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna. Þá dróst EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verulega saman á milli ára og var 76,5 milljónir dala borið saman við 170 milljónir dala árið 2017. Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 14 prósent frá áramótum og stendur nú í 8,25 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er um 41 milljarður.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Sjá meira