Breskt par er alvarlega slasað eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Hjörleifshöfða síðastliðinn fimmtudag. Taívanskt par var í hinum bílnum og er annað þeirra sömuleiðis alvarlega slasað.
Frá þessu greinir RÚV og vísar í Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi.
Slysið varð á síðdegis á fimmtudaginn og var fólkið flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík. Suðurlandsvegi var lokað í um tvo tíma á meðan á aðgerðum lögreglu og sjúkraliðs stóð.
