Landsréttur staðfesti dóm fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 09:36 Umrædd brot áttu sér stað í október 2016 og janúar 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir. Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir.
Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira