Landsréttur staðfesti dóm fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 09:36 Umrædd brot áttu sér stað í október 2016 og janúar 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir. Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða skilorðsbundinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu fyrir ofbeldi gegn stjúpsyni sínum. Konan var dæmd í héraði árið 2017. Umrædd brot áttu sér stað í október árið 2016 og í janúar 2017 og var ákæran í tveimur liðum. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið brotaþola í andlitið með flötum lófa í október 2016. Móðir drengsins bar vitni og sagðist hafa heyrt ákærðu slá brotaþola og beðið þau að hætta þessu. Framburður brotaþola um að ákærða hafi slegið hann samræmdist frásögn móður hans af atvikinu og var framburður hans metinn afar trúverðugur. Í janúar 2017 kvaðst drengurinn hafa komið seint heim úr skólanum með þeim afleiðingum að ákærða hafi reiðst og lamið hann í andlitið með opnum lófa. Hann hafi þá dottið og hélt að ákærða hefði þá sparkað í hann. Hann hafi staðið upp og ákærða hafi haldið við háls hans og haldið áfram að lemja hann. Í vottorði sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítala kemur fram að brotaþoli hafi lýst verk í báðum vörum, nefi, hægra eyra, vinstri síðu og vinstri fæti. Þá hafi hann haft augljósa áverka í andliti, sár og bólgna neðri vör. Þá mátti einnig finna mar á vinstri kinn og bólgið nef. Konan var meðal annars sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 218 gr. b. almennra hegningarlaga en í dómnum segir að ákvæðinu hafi verið bætt inn í almenn hegningarlög meðal annars með því markmiði að auka réttarvernd barna sem búa við ofbeldi á heimilum og tryggja að þau börn sem þurfi að þola alvarlegt eða endurtekið ofbeldi af hálfu nákominna hafi meiri og beinskeyttari réttarvernd en gildandi lög gerðu ráð fyrir.
Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira