Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:31 Trump greindi frá ákvörðun sinni í löngu máli fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira