Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:07 Hópurinn safnaðist saman á Tjarnargötu í dag. Ari Páll Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll
Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10