Úrvalsdeildin í pílukasti sýnd á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:01 Michael van Gerwen er ríkjandi úrvalsdeildarmeistari í pílukasti. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningaréttinn á úrvalsdeildinni í pílukasti, Premier League Darts, sem hófst fyrr í þessum mánuði. HM í pílukasti var sýnt í desember síðastliðinn við miklar vinsældir. Tíu bestu pílukastarar heims mætast í deildarkeppni fyrstu fjórtán vikur tímabilsins, þar sem tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Michael van Gerwen, ríkjandi heimsmeistari og úrvalsdeildarmeistari, stendur vel að vígi eftir fyrstu tvær umferðirnar en hann er sá eini sem er með fullt hús stiga. Fjórir stigahæstu komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram síðustu tvær vikurnar. Þá verður leikið fyrst til undanúrslita, svo til úrslita. Páll Sævar Guðjónsson lýsti heimsmeismeistaramótinu og varð var við þann gríðarlega áhuga sem var á því hér á landinu. „Áhugi á pílukasti hefur stóraukist eftir að sýnt var frá heimsmeistaramótinu á Stöð 2 Sport í desember,“ sagði hann. „Ég fékk margar fyrirspurnir um hvernig væri hægt að fá miða til að komast í höllina og upplifa þessa mögnuðu stemningu sem er á meðal áhorfenda.“ Í úrvalsdeildinni er keppt víða um Evrópu, til að mynda í Berlín þann 21. mars og er Páll Sævar sérstaklega spenntur fyrir þeirri keppni. „Þá verður spilað í Mercedes Benz-höllinni í Berlín, þar sem Ísland spilaði á EM í körfubolta árið 2015 og Martin Hermannsson leikur heimaleiki sína með körfuboltaliðinu Alba Berlin. Í fyrra mættu tæplega átján þúsund manns á pílukvöldið,“ sagði hann enn fremur. Fyrsta útsending Stöðvar 2 Sports frá úrvalsdeildinni í pílukasti verður á fimmtudag næstkomandi en þá verður keppt í Dyflinni. Íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02 Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00 Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningaréttinn á úrvalsdeildinni í pílukasti, Premier League Darts, sem hófst fyrr í þessum mánuði. HM í pílukasti var sýnt í desember síðastliðinn við miklar vinsældir. Tíu bestu pílukastarar heims mætast í deildarkeppni fyrstu fjórtán vikur tímabilsins, þar sem tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Michael van Gerwen, ríkjandi heimsmeistari og úrvalsdeildarmeistari, stendur vel að vígi eftir fyrstu tvær umferðirnar en hann er sá eini sem er með fullt hús stiga. Fjórir stigahæstu komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram síðustu tvær vikurnar. Þá verður leikið fyrst til undanúrslita, svo til úrslita. Páll Sævar Guðjónsson lýsti heimsmeismeistaramótinu og varð var við þann gríðarlega áhuga sem var á því hér á landinu. „Áhugi á pílukasti hefur stóraukist eftir að sýnt var frá heimsmeistaramótinu á Stöð 2 Sport í desember,“ sagði hann. „Ég fékk margar fyrirspurnir um hvernig væri hægt að fá miða til að komast í höllina og upplifa þessa mögnuðu stemningu sem er á meðal áhorfenda.“ Í úrvalsdeildinni er keppt víða um Evrópu, til að mynda í Berlín þann 21. mars og er Páll Sævar sérstaklega spenntur fyrir þeirri keppni. „Þá verður spilað í Mercedes Benz-höllinni í Berlín, þar sem Ísland spilaði á EM í körfubolta árið 2015 og Martin Hermannsson leikur heimaleiki sína með körfuboltaliðinu Alba Berlin. Í fyrra mættu tæplega átján þúsund manns á pílukvöldið,“ sagði hann enn fremur. Fyrsta útsending Stöðvar 2 Sports frá úrvalsdeildinni í pílukasti verður á fimmtudag næstkomandi en þá verður keppt í Dyflinni.
Íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02 Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00 Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02
Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00
Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00