Valdimar missti sjónina og fór út í grín: Með æxli á stærð við sítrónu sem finnst oftast í konum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 10:30 Valdimar er bjartsýnn maður að eðlisfari. Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar. Ísland í dag Uppistand Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira