Valdimar missti sjónina og fór út í grín: Með æxli á stærð við sítrónu sem finnst oftast í konum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 10:30 Valdimar er bjartsýnn maður að eðlisfari. Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar. Ísland í dag Uppistand Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira