Taktleysi Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2019 07:00 Höldum fyrst einu til haga. Fjármálakerfið í dag á lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Reglur um bónusgreiðslur eru þær ströngustu í Evrópu, eigin- og lausafjárkröfur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið áunnist í því að endurheimta traust almennings til bankakerfisins. Í þessu andrúmslofti tortryggni, sem er sumpart skiljanlegt, eru stjórnendur banka því iðulega dæmdir af mistökum sínum – réttilega eða ranglega. Það er við þessar aðstæður sem fregnir berast af því að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafi í apríl í fyrra verið hækkuð um hálfa milljón á mánuði – úr 3,3 milljónum í 3,8 milljónir – en í júlí 2017 höfðu launin hækkað um 1,2 milljónir. Frá því að ákvörðunarvaldið um kjör bankastjórans færðist frá kjararáði til bankaráðs hafa launin hækkað um 82 prósent. Í yfirlýsingu frá bankaráðinu er ákvörðunin réttlætt með vísun til starfskjarastefnu þar sem kveðið er á um að launin skuli vera „samkeppnishæf en ekki leiðandi“. Þó launin séu ekki há í samanburði við aðra stjórnendur banka eða forstjóra í skráðum félögum þá horfir bankaráðið fram hjá þeim áherslum í eigendastefnu ríkisins þar sem segir að opinber fjármálafyrirtæki skuli tileinka sér „hófsemi í launaákvörðunum“. Þá hafði bankaráðið að engu tilmæli fjármálaráðherra í ársbyrjun 2017 um að gæta varkárni í launaákvörðunum, einkum með því að forðast miklar launabreytingar á stuttu tímabili, og hafa í huga áhrifin á „stöðugleika á vinnumarkaði“. Það er grafalvarlegt. Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur sem hefur veikt stöðu bankaráðsins. Bankasýslan, sem skipar bankaráðið, hefur réttilega brugðist hart við. Öllum má vera ljóst af lestri bréfs stofnunarinnar til bankaráðs að hún gefur lítið fyrir þær skýringar sem gefnar hafa verið og kallar eftir ítarlegri röksemdum. Sjái bankaráðið ekki að sér þá er einsýnt hver niðurstaðan verður. Bankasýslan hefur áður sýnt það, hvar Borgunarmálið er nærtækast, að hún er reiðubúin að láta sverfa til stáls. Aðalfundur bankans fer fram eftir mánuð og hafi bankaráðið ekki tekið ákvörðun sína til endurskoðunar þá hlýtur Bankasýslan að hafa það í huga við skipan sína í ráðið. Bankastjóri Landsbankans hefur staðið sig um margt vel í starfi og bankinn skilað betri arðsemi en hinir bankarnir. Um það snýst hins vegar ekki þessi umræða. Óþarfi er að fjölyrða um þá stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði. Hún hefur sjaldan verið eins flókin og erfið. Þolinmæði almennings gagnvart því sem það upplifir sem óhóf innan fjármálageirans er engin. Þeir sem stýra fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins, eignarhald sem er ekki æskilegt en engu að síður veruleikinn, ættu að vera meðvitaðir um þá staðreynd. Ákvörðun bankaráðs, sem er skipað mestanpart reynslulitlu fólki eins og hefur nú opinberast, var því taktlaus og tímasetningin ótrúleg. Afleiðingin er sú að orðspor og traust í garð bankans hefur dvínað. Hlutverk bankaráðs getur ekki aðeins verið að ákvarða laun út frá þröngum skilningi starfskjarastefnunnar heldur einnig að meta áhrifin í víðara samhengi. Launahækkunin hefur aukið líkur á að til átaka komi á vinnumarkaði með neikvæðum áhrifum á efnahagslífið – sem um leið skaðar hagsmuni bankans. Þessi mistök þarf að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Höldum fyrst einu til haga. Fjármálakerfið í dag á lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Reglur um bónusgreiðslur eru þær ströngustu í Evrópu, eigin- og lausafjárkröfur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið áunnist í því að endurheimta traust almennings til bankakerfisins. Í þessu andrúmslofti tortryggni, sem er sumpart skiljanlegt, eru stjórnendur banka því iðulega dæmdir af mistökum sínum – réttilega eða ranglega. Það er við þessar aðstæður sem fregnir berast af því að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafi í apríl í fyrra verið hækkuð um hálfa milljón á mánuði – úr 3,3 milljónum í 3,8 milljónir – en í júlí 2017 höfðu launin hækkað um 1,2 milljónir. Frá því að ákvörðunarvaldið um kjör bankastjórans færðist frá kjararáði til bankaráðs hafa launin hækkað um 82 prósent. Í yfirlýsingu frá bankaráðinu er ákvörðunin réttlætt með vísun til starfskjarastefnu þar sem kveðið er á um að launin skuli vera „samkeppnishæf en ekki leiðandi“. Þó launin séu ekki há í samanburði við aðra stjórnendur banka eða forstjóra í skráðum félögum þá horfir bankaráðið fram hjá þeim áherslum í eigendastefnu ríkisins þar sem segir að opinber fjármálafyrirtæki skuli tileinka sér „hófsemi í launaákvörðunum“. Þá hafði bankaráðið að engu tilmæli fjármálaráðherra í ársbyrjun 2017 um að gæta varkárni í launaákvörðunum, einkum með því að forðast miklar launabreytingar á stuttu tímabili, og hafa í huga áhrifin á „stöðugleika á vinnumarkaði“. Það er grafalvarlegt. Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur sem hefur veikt stöðu bankaráðsins. Bankasýslan, sem skipar bankaráðið, hefur réttilega brugðist hart við. Öllum má vera ljóst af lestri bréfs stofnunarinnar til bankaráðs að hún gefur lítið fyrir þær skýringar sem gefnar hafa verið og kallar eftir ítarlegri röksemdum. Sjái bankaráðið ekki að sér þá er einsýnt hver niðurstaðan verður. Bankasýslan hefur áður sýnt það, hvar Borgunarmálið er nærtækast, að hún er reiðubúin að láta sverfa til stáls. Aðalfundur bankans fer fram eftir mánuð og hafi bankaráðið ekki tekið ákvörðun sína til endurskoðunar þá hlýtur Bankasýslan að hafa það í huga við skipan sína í ráðið. Bankastjóri Landsbankans hefur staðið sig um margt vel í starfi og bankinn skilað betri arðsemi en hinir bankarnir. Um það snýst hins vegar ekki þessi umræða. Óþarfi er að fjölyrða um þá stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði. Hún hefur sjaldan verið eins flókin og erfið. Þolinmæði almennings gagnvart því sem það upplifir sem óhóf innan fjármálageirans er engin. Þeir sem stýra fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins, eignarhald sem er ekki æskilegt en engu að síður veruleikinn, ættu að vera meðvitaðir um þá staðreynd. Ákvörðun bankaráðs, sem er skipað mestanpart reynslulitlu fólki eins og hefur nú opinberast, var því taktlaus og tímasetningin ótrúleg. Afleiðingin er sú að orðspor og traust í garð bankans hefur dvínað. Hlutverk bankaráðs getur ekki aðeins verið að ákvarða laun út frá þröngum skilningi starfskjarastefnunnar heldur einnig að meta áhrifin í víðara samhengi. Launahækkunin hefur aukið líkur á að til átaka komi á vinnumarkaði með neikvæðum áhrifum á efnahagslífið – sem um leið skaðar hagsmuni bankans. Þessi mistök þarf að leiðrétta.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun