Taktleysi Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2019 07:00 Höldum fyrst einu til haga. Fjármálakerfið í dag á lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Reglur um bónusgreiðslur eru þær ströngustu í Evrópu, eigin- og lausafjárkröfur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið áunnist í því að endurheimta traust almennings til bankakerfisins. Í þessu andrúmslofti tortryggni, sem er sumpart skiljanlegt, eru stjórnendur banka því iðulega dæmdir af mistökum sínum – réttilega eða ranglega. Það er við þessar aðstæður sem fregnir berast af því að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafi í apríl í fyrra verið hækkuð um hálfa milljón á mánuði – úr 3,3 milljónum í 3,8 milljónir – en í júlí 2017 höfðu launin hækkað um 1,2 milljónir. Frá því að ákvörðunarvaldið um kjör bankastjórans færðist frá kjararáði til bankaráðs hafa launin hækkað um 82 prósent. Í yfirlýsingu frá bankaráðinu er ákvörðunin réttlætt með vísun til starfskjarastefnu þar sem kveðið er á um að launin skuli vera „samkeppnishæf en ekki leiðandi“. Þó launin séu ekki há í samanburði við aðra stjórnendur banka eða forstjóra í skráðum félögum þá horfir bankaráðið fram hjá þeim áherslum í eigendastefnu ríkisins þar sem segir að opinber fjármálafyrirtæki skuli tileinka sér „hófsemi í launaákvörðunum“. Þá hafði bankaráðið að engu tilmæli fjármálaráðherra í ársbyrjun 2017 um að gæta varkárni í launaákvörðunum, einkum með því að forðast miklar launabreytingar á stuttu tímabili, og hafa í huga áhrifin á „stöðugleika á vinnumarkaði“. Það er grafalvarlegt. Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur sem hefur veikt stöðu bankaráðsins. Bankasýslan, sem skipar bankaráðið, hefur réttilega brugðist hart við. Öllum má vera ljóst af lestri bréfs stofnunarinnar til bankaráðs að hún gefur lítið fyrir þær skýringar sem gefnar hafa verið og kallar eftir ítarlegri röksemdum. Sjái bankaráðið ekki að sér þá er einsýnt hver niðurstaðan verður. Bankasýslan hefur áður sýnt það, hvar Borgunarmálið er nærtækast, að hún er reiðubúin að láta sverfa til stáls. Aðalfundur bankans fer fram eftir mánuð og hafi bankaráðið ekki tekið ákvörðun sína til endurskoðunar þá hlýtur Bankasýslan að hafa það í huga við skipan sína í ráðið. Bankastjóri Landsbankans hefur staðið sig um margt vel í starfi og bankinn skilað betri arðsemi en hinir bankarnir. Um það snýst hins vegar ekki þessi umræða. Óþarfi er að fjölyrða um þá stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði. Hún hefur sjaldan verið eins flókin og erfið. Þolinmæði almennings gagnvart því sem það upplifir sem óhóf innan fjármálageirans er engin. Þeir sem stýra fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins, eignarhald sem er ekki æskilegt en engu að síður veruleikinn, ættu að vera meðvitaðir um þá staðreynd. Ákvörðun bankaráðs, sem er skipað mestanpart reynslulitlu fólki eins og hefur nú opinberast, var því taktlaus og tímasetningin ótrúleg. Afleiðingin er sú að orðspor og traust í garð bankans hefur dvínað. Hlutverk bankaráðs getur ekki aðeins verið að ákvarða laun út frá þröngum skilningi starfskjarastefnunnar heldur einnig að meta áhrifin í víðara samhengi. Launahækkunin hefur aukið líkur á að til átaka komi á vinnumarkaði með neikvæðum áhrifum á efnahagslífið – sem um leið skaðar hagsmuni bankans. Þessi mistök þarf að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Höldum fyrst einu til haga. Fjármálakerfið í dag á lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Reglur um bónusgreiðslur eru þær ströngustu í Evrópu, eigin- og lausafjárkröfur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið áunnist í því að endurheimta traust almennings til bankakerfisins. Í þessu andrúmslofti tortryggni, sem er sumpart skiljanlegt, eru stjórnendur banka því iðulega dæmdir af mistökum sínum – réttilega eða ranglega. Það er við þessar aðstæður sem fregnir berast af því að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafi í apríl í fyrra verið hækkuð um hálfa milljón á mánuði – úr 3,3 milljónum í 3,8 milljónir – en í júlí 2017 höfðu launin hækkað um 1,2 milljónir. Frá því að ákvörðunarvaldið um kjör bankastjórans færðist frá kjararáði til bankaráðs hafa launin hækkað um 82 prósent. Í yfirlýsingu frá bankaráðinu er ákvörðunin réttlætt með vísun til starfskjarastefnu þar sem kveðið er á um að launin skuli vera „samkeppnishæf en ekki leiðandi“. Þó launin séu ekki há í samanburði við aðra stjórnendur banka eða forstjóra í skráðum félögum þá horfir bankaráðið fram hjá þeim áherslum í eigendastefnu ríkisins þar sem segir að opinber fjármálafyrirtæki skuli tileinka sér „hófsemi í launaákvörðunum“. Þá hafði bankaráðið að engu tilmæli fjármálaráðherra í ársbyrjun 2017 um að gæta varkárni í launaákvörðunum, einkum með því að forðast miklar launabreytingar á stuttu tímabili, og hafa í huga áhrifin á „stöðugleika á vinnumarkaði“. Það er grafalvarlegt. Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur sem hefur veikt stöðu bankaráðsins. Bankasýslan, sem skipar bankaráðið, hefur réttilega brugðist hart við. Öllum má vera ljóst af lestri bréfs stofnunarinnar til bankaráðs að hún gefur lítið fyrir þær skýringar sem gefnar hafa verið og kallar eftir ítarlegri röksemdum. Sjái bankaráðið ekki að sér þá er einsýnt hver niðurstaðan verður. Bankasýslan hefur áður sýnt það, hvar Borgunarmálið er nærtækast, að hún er reiðubúin að láta sverfa til stáls. Aðalfundur bankans fer fram eftir mánuð og hafi bankaráðið ekki tekið ákvörðun sína til endurskoðunar þá hlýtur Bankasýslan að hafa það í huga við skipan sína í ráðið. Bankastjóri Landsbankans hefur staðið sig um margt vel í starfi og bankinn skilað betri arðsemi en hinir bankarnir. Um það snýst hins vegar ekki þessi umræða. Óþarfi er að fjölyrða um þá stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði. Hún hefur sjaldan verið eins flókin og erfið. Þolinmæði almennings gagnvart því sem það upplifir sem óhóf innan fjármálageirans er engin. Þeir sem stýra fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins, eignarhald sem er ekki æskilegt en engu að síður veruleikinn, ættu að vera meðvitaðir um þá staðreynd. Ákvörðun bankaráðs, sem er skipað mestanpart reynslulitlu fólki eins og hefur nú opinberast, var því taktlaus og tímasetningin ótrúleg. Afleiðingin er sú að orðspor og traust í garð bankans hefur dvínað. Hlutverk bankaráðs getur ekki aðeins verið að ákvarða laun út frá þröngum skilningi starfskjarastefnunnar heldur einnig að meta áhrifin í víðara samhengi. Launahækkunin hefur aukið líkur á að til átaka komi á vinnumarkaði með neikvæðum áhrifum á efnahagslífið – sem um leið skaðar hagsmuni bankans. Þessi mistök þarf að leiðrétta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun