Klukkan hálfníu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi með fjóra slasaða úr umferðarslysinu austan við Vík í Mýrdal.
Lögreglan hafði óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við sjúkraflutningar og lenti þyrla gæslunnar á vettvangi um klukkan sjö í kvöld.
Slysið varð á sjötta tímanum í kvöld, rétt austan við Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Vegna slyssins lokaði Vegagerðin fyrir umferð um Suðurlandsveg um Mýrdalssand og Eldhraun. Unnið er að því að opna veginn að nýju.
Stjarnan
KR