GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Rivian-pallbíllinn er með risastórar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl. General Motors og Amazon eru í viðræðum við Rivian Automotive LLC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfirráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af aflminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestafla rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða.Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
General Motors og Amazon eru í viðræðum við Rivian Automotive LLC um kaup á hlut í þessum bandaríska rafmagnsbílaframleiðanda. Þessi kaup eru ekki hugsuð til að ná yfirráðum í Rivian, heldur væri um að ræða minnihlutaskerf í fyrirtækinu. Rivian, sem er með höfuðstöðvar í Plymouth í Michigan-ríki, er fyrsti rafmagnsbílaframleiðandi heims sem smíðað hefur rafmagnspallbíl og það ekki af aflminni gerðinni, heldur er Rivian R1T 800 hestafla rafmagnspallbíll sem er 3 sekúndur í 100 km hraða.Risastórar rafhlöður Rivian-pallbíllinn er með risastór ar 180 kWh rafhlöður og eru ekki dæmi um svo stórar rafhlöður í rafmagnsbíl sem ekki telst stór flutningabíll. Rivian-pallbíllinn er byggður að stórum hluta úr áli og er með lægsta þyngdarpunkt sem nokkur pallbíll státar af og hann er með 52/48 þyngdardreifingu á öxla bílsins og því ekki ósvipaður sportbílum hvað það varðar. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll og innrétting hans með því flottasta sem sést hefur.Er með 650 km drægi Rivian R1T er að auki með 650 km drægi vegna þeirra stóru rafhlaða sem í bílnum er. Rivian ætlar að bjóða þrjár stærðir af rafhlöðum í bílnum, þ.e. einnig 130 kWh og 100 kWh rafhlöður. Dýrasta útgáfa bílsins með stærstu rafhlöðurnar verður á um 90.000 dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, en útgáfan með minnstu rafhlöðurnar mun kosta um 70.000 dollara, eða 8,4 milljónir króna. Ef samningaviðræður GM og Amazon við Rivian ganga vel má búast við að tilkynnt verði um kaupin í þessum mánuði. Ef af kaupunum verður telja greinendur að virði Rivian Automotive LLC verði komið yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða yfir 120 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira