Krabbameinsvaldandi efni Teitur Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar