Stúdentspróf í tölvuleikjagerð Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Rafíþróttir Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira. Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti. Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030. Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar